Handbolti

Snorri Steinn innsiglaði sigur AG á Skjern

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Snorri Steinn Guðjónsson.
Snorri Steinn Guðjónsson. Mynd/Heimasíða AG
AG Kaupmannahöfn hélt sigurgöngu sinni áfram í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld þegar liðið vann 28-25 sigur á Skjern á útiveli. Skjern-liðið var 15-14 yfir í hálfleik.

Snorri Steinn Guðjónsson og Arnór Atlason skoruðu báðir tvö mörk fyrir AG í leiknum en það var einmitt Snorri Steinn sem endanlega tryggði sigurinn með því að skora lokamark leiksins og koma AG í 28-25.

Niclas Ekberg og James Green voru markahæstir hjá AG með fimm mörk en stórskyttan Mikkel Hansen lét sér nægja að skora þrjú mörk.

AG er með níu stiga forskot á Århus Håndbold á toppnum en Skjern kemur síðan tólf stigum á eftir. AG-liðið er enn taplaust og hefur unnið 19 af 20 leikjum sínum í deildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×