Handbolti

Margir fjarverandi gegn Þjóðverjum | Tveir nýliðar í hópnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stefán Rafn Sigurmannsson.
Stefán Rafn Sigurmannsson. Mynd/Vilhelm
Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari karla í handbolta, hefur valið 17 leikmenn sem fara til Þýskalands í næstu viku og leika þar vináttulandsleik gegn Þýskalandi í Mannheim. Leikurinn fer fram miðvikudaginn 14.mars og hefst klukkan 19.00 að íslenskum tíma.

Tveir nýliðar eru í hópnum það eru þeir Bjarki Már Gunnarsson hjá HK og Stefán Rafn Sigurmannsson hjá Haukum. Ólafur Gústafsson hjá FH kemur einnig inn í liðið en hann á einn landsleik frá árinu 2009.

Þeir Arnór Atlason, Aron Pálmarsson, Guðjón Valur Sigurðsson, Ólafur Guðmundsson, Ólafur Stefánsson, Snorri Steinn Guðjónsson og Þórir Ólafsson eiga ekki heimangegnt vegna leikja þeirra félagsliða og þá eru þeir Alexander Petersson og Ingimundur Ingimundarson að jafna sig eftir meiðsli.

Hópurinn er þannig skipaður:

Markmenn:

Aron Rafn Eðvarðsson, Haukar

Björgvin Páll Gústavsson, Magdeburg

Aðrir leikmenn:

Arnór Þór Gunnarsson, TV Bittenfeld

Ásgeir Örn Hallgrímsson, Hannover-Burgdorf

Bjarki Már Gunnarsson, HK

Bjarni Fritzson, Akureyri

Fannar Þór Friðgeirsson, TV Emsdetten

Kári Kristján Kristjánsson, HSG D/M Wetzlar

Ólafur Bjarki Ragnarsson, HK

Ólafur Gústafsson, FH

Róbert Gunnarsson, Rhein-Neckar Löwen

Rúnar Kárason, Die Bergische Handball Club

Sigurbergur Sveinsson, RTV 1879 Basel

Stefán Rafn Sigurmannsson, Haukar

Sturla Ásgeirsson, Valur

Sverre Jakobsson, Grosswallstadt

Vignir Svavarsson, Hannover-Burgdorf




Fleiri fréttir

Sjá meira


×