Handbolti

Team Tvis í góðri stöðu í EHF-keppninni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rut Jónsdóttir í leik með íslenska landsliðinu.
Rut Jónsdóttir í leik með íslenska landsliðinu. Mynd/Pjetur
Rut Jónsdóttir skoraði þrjú mörk þegar að lið hennar, Team Tvis Holstebro, vann tíu marka sigur á rússneska liðinu Lada í EHF-bikarkeppninni í dag.

Það var mikið skorað í leiknum en lokatölur voru 42-32, Team Tvis í vil. Þetta var fyrri leikur liðanna í fjórðungsúrslitum og liðin mætast í Rússlandi um næstu helgi.

Hornamaðurinn Þórey Rósa Stefánsdóttir er einnig á mála hjá Team Tvis og skoraði eitt mark í leiknum. Markahæst var Ann Grete Norgaard sem skoraði fimmtán mörk fyrir Team Tvis.

Team Tvis er í öðru sæti dönsku úrvalsdeildarinnar, tveimur stigum á eftir toppliði Viborg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×