Handbolti

Leganger ætlar ekki að fullkomna verðlaunasafnið | Sagði nei við Þóri

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cecilie Leganger er hér til hægri.
Cecilie Leganger er hér til hægri. Mynd/AFP
Cecilie Leganger, er orðin 36 ára gömul og hefur ekki spilað með norska landsliðinu í átta ár en hún er samt ennþá í hópi bestu markvarða heims. Það hefur verið umræða um það í Noregi hvort hún ætli að gefa aftur kost á sér í landsliðið en í dag tók hún af allan vafa.

Cecilie Leganger sendi frá fréttatilkynningu í gegnum lið hennar Larvik Håndballklubb þar sem kemur fram að hún ætli að einbeita sér áfram að því að spila fyrir Larvik og sinna lögfræðinámi sínu.

Leganger hefur látið Þóri Hergeirsson, þjálfara norska kvennalandsliðsins, vita að hún verði ekki með á Ólympíuleikunum í London en Ólympíugullið er það eina sem vantar í verðlaunasafnið hennar.

Norska kvennalandsliðið vann heimsmeistaramótið í Brasilíu í desember, varð Evrópumeistari 2010 og vann Ólympíugullið í Peking 2008.

Cecilie Leganger varð Heimsmeistari 1999, Evrópumeistari 1998 en náði aðeins bronsi þegar hún tók þátt í Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000. Hún hefur annars unnið alla titla í boði.

Þórir þarf samt ekkert að örvænta því hann hefur enn hina frábæru Katrine Lunde Haraldsen í markinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×