Handbolti

Fimm af sex Ólympíusætum klár | Barátta á milli Serba og Pólverja

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
Fimm þjóðir hafa þegar tryggt sér farseðil á Ólympíuleikana í London þrátt fyrir að einn leikdagur sé eftir í forkeppni handboltakeppni ÓL 2012. Ísland og Króatía komust áfram úr okkar í riðli í gær og Svíþjóð, Ungverjaland og Spánn eru líka búin að tryggja sér Ólympíusætið.

Ísland og Króatía áttu ekki í miklum vandræðum með því að tryggja sér tvö efstu sætin í sínum riðli enda mótstaðan ekki mikil frá Síle eða Japan.

Ungverjar og Svíar eru komnir áfram úr riðlinum í Svíþjóð en Makedóníumenn sitja eftir með sárt ennið. Svíar tryggðu sér og Ungverjum farseðilinn til London með því að vinna Makedóníu 27-23 í gær. Ungverjar höfðu unnið 28-26 sigur á Makedóníu á föstudagskvöldið og bæði lið Svíþjóðar og Ungverjalands hafa síðan unnið leiki sína við Brasilíu.

Spánverjar eru öryggir áfram eftir sigra á Serbíu (30-27) og Alsír (28-20) en baráttan stendur á milli Póllands og Serbíu sem gerðu 25-25 jafntefli í gær. Pólverjar eru með tveimur stigum meira en eiga eftir leik við Spán. Serbar mæta Alsír og þurfa að vinna hann og treysta á spænskan sigur á móti Póllandi. Serbía þarf líka að vinna upp fjögurra marka forskot Pólverja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×