Handbolti

Serbía fór létt með Síle

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Zarko Sesum lék með Serbum í kvöld. Hér er hann í leik á EM í janúar.
Zarko Sesum lék með Serbum í kvöld. Hér er hann í leik á EM í janúar. Nordic Photos / Getty Images
Síle, fyrsti andstæðingur Íslands í forkeppni Ólympíuleikanna, steinlá í æfingaleik gegn Serbíu í kvöld. Lokatölurnar voru 30-15, Serbum í vil.

Ísland mætir Síle klukkan 18.15 á föstudagskvöldið en Króatía og Japan eru einnig með Íslandi í riðli. Leikirnir fara allir fram í Króatíu nú um páskana.

Serbar voru gestgjafar á Evrópumeistaramótinu í janúar síðastliðnum og komust alla leið í úrslitaleikinn þar sem liðið tapaði fyrir Danmörku.

Tvö lið komast áfram úr riðli Íslands í forkeppninni en strákarnir mæta Japönum á laugardaginn og svo Króatíu á sunnudag. Allir leikirnir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×