Handbolti

AG tapaði fyrsta stiginu í úrslitakeppninni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Snorri Steinn Guðjónsson í leik með AG.
Snorri Steinn Guðjónsson í leik með AG. Mynd/Heimasíða AG
AG mátti sætta sig við jafntefli gegn Skjern á útivelli í úrslitakeppni dönsku úrvalsdeildarinnar í dag. Lokatölur voru 29-29 en þrátt fyrir jafnteflið er AG með væna forystu í sínum riðli.

Liðunum átta sem komust í úrslitakeppnina var skipt í tvo riðla. Eftir úrslitin í dag er AG með níu stig á toppnum en Team Tvis kemur næst með fjögur. Skjern og Århus eru neðst með tvö stig hvort. Tvö efstu liðin úr hvorum riðli komast áfram í undanúrslit.

AG var með forystu lengst af í leiknum en staðan í hálfleik var 16-13. Kaupmannahafnarliðið gaf þó eftir á lokasprettinum og Skjern náði að tryggja sér jafntefli. Ólafur Stefánsson skoraði þrjú mörk í leiknum, þar af mikilvægt mark á lokamínútu leiksins sem hefði reynst sigurmark leiksins hefði Skjern ekki skorað í síðustu sókn sinni í leiknum.

Snorri Steinn Guðjónsson, Arnór Atlason og Guðjón Valur Sigurðsson skoruðu eitt mark hver í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×