Handbolti

Noregur, Króatía og Pólland berjast um EM 2016

Rúnar Kárason verður væntanlega í landsliðinu árið 2016.
Rúnar Kárason verður væntanlega í landsliðinu árið 2016. mynd/vilhelm
Þrjú lönd eru enn í baráttunni um að halda EM í handbolta árið 2016. Það verður ákveðið í næsta mánuði hvaða þjóð fær mótið.

Löndin sem berjast um mótið eru Noregur, Króatía og Pólland. Svíþjóð var á meðal þeirra þjóða sem vildu upphaflega fá mótið en þeir hafa dregið umsókn sína til baka.

Næsta mót fer fram í Danmörku árið 2014. Króatía var með mótið árið 2000 en Noregur árið 2008. Pólland hefur aldrei haldið mótið áður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×