Fótbolti

Björn Bergmann og Pálmi Rafn í aðalhlutverkum í sigri Lilleström

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd / Stefán
Björn Bergmann Sigurðarson og Pálmi Rafn Pálmarson komu mikið við sögu í 4-3 sigri Lilleström á Fredrikstad í efstu deild norsku knattspyrnunnar í dag.

Um sannkallaðan fallslag var að ræða en Lilleström var í fallsæti með 11 stig fyrir leikinn en Fredrikstad hafði 12 stig.

Gestirnir komust í 2-0 í fyrri hálfleik og lagði Björn Bergmann upp annað af mörkum Lilleström. Heimamenn jöfnuðu metin en gestirnir komust tveimur mörkum yfir á ný snemma í síðari hálfleik.

Síðara markið skoraði Pálmi Rafn stórglæsilegt mark með hörkuskoti á lofti eftir undirbúning Björns Bergmanns. Þetta var annað deildarmark Pálma fyrir félagið á tímabilinu. Heimamenn minnkuðu muninn í 3-4 en lengra komust þeir ekki.

Með sigrinum komst Lilleström upp úr fallsæti og hefur 14 stig. Frederikstad hefur 12 stig en Stabæk situr á botni deildarinnar með 7 stig.

Stefán Logi Magnússon var ekki í leikmannahópi Lilleström.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×