Vinstri vængbakvörðurinn Rúnar Þór lagði upp fyrra mark Willem II en það var jöfnunarmark leiksins á 29. mínútu. Gestirnir voru þó ekki lengi í paradís þar sem heimamenn komust yfir aðeins átta mínútum síðar með marki úr vítaspyrnu.
Rúnar Þór og félagar lögðu þó ekki árar í bát og tókst að jafna metin fyrir lok fyrri hálfleiks, staðan 2-2 þegar liðin gengu til búningsherbergja.
Á 53. mínútu varð Rúnar Þór fyrir því óláni að setja knöttinn í eigið net og reyndist það sigurmark leiksins, lokatölur 3-2 Utrecht í vil. Rúnar Þór var tekinn af velli á 88. mínútu en Kolbeinn Birgir Finnsson samt sem fastast á varamannabekk Utrecht í leiknum.
Utrecht er nú með 13 stig í 5. sæti deildarinnar á meðan Willem II er í 5. sæti með átta stig eftir að hafa leikið leik meira.