Handbolti

U20 ára strákarnir steinlágu gegn Svíum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd / Pjetur
Íslenska landsliðið í handknattleik skipað leikmönnum 20 ára og yngri tapaði með þrettán marka mun gegn Svíum í öðrum leik sínum á Evrópumótinu í handknattleik í Tyrklandi í dag, 36-23.

Svisslendingar lögðu Dani 25-24 í hinum leik riðilsins í dag. Liðið hefur tvö stig líkt og Danir sem lögðu Ísland að velli með sex marka mun í gær.

Svíar eru efstir í riðlinum að loknum tveimur leikjum með fjögur stig. Danir og Svisslendingar hafa tvö stig en Ísland rekur lestina stigalaust.

Ísland getur enn náð öðru sæti í riðlinum. Til þess að það takist þarf liðið að leggja Sviss að velli með sex marka mun og treysta á að Svíar misstígi sig ekki gegn Dönum.


Tengdar fréttir

Tap í fyrsta leik

Íslenska U-20 landsliðið í handbolta tapaði sínum fyrsta leik í úrslitakeppni EM sem nú fer fram í Tyrklandi. Strákarnir töpuðu fyrir Dönum með sex marka mun, 28-22.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×