Handbolti

U20-lið Íslands hefur leik í Evrópumótinu í dag

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðmundur Hólmar Helgason.
Guðmundur Hólmar Helgason.
U20-lið Íslands í handbolta leikur sinn fyrsta leik í úrslitakeppni EM sem nú fer fram í Tyrklandi. Strákarnir eiga fyrsta leik gegn Danmörku klukkan 10.00 í dag.

Geir Sveinsson og Kristján Halldórsson eru þjálfarar íslenska liðsins sem er í sterkum riðli. Auk Dana eru Svíar og Svisslendingar með Íslandi í riðli.

Leikurinn gegn Svíum fer fram á morgun klukkan 12 og strákarnir mæta svo Sviss á sama tíma á sunnudaginn. Alls eru fjórir riðlar í keppninni og komst tvö efstu liðin úr hverjum riðli í fjórðungsúrslit.

Eftirfarandi leikmenn skipa íslenska liðið:

Markmenn:

Brynjar Darri Baldursson, Stjörnunni

Einar Ólafur Vilmundarson, Haukum

Útileikmenn:

Agnar Smári Jónsson, Val

Árni Benedikt Árnason, Gróttu

Bjartur Guðmundsson, Val

Einar Sverrisson, Selfossi

Garðar Sigurjónsson, Fram

Geir Guðmundsson, Akureyri

Guðmundur Hólmar Helgason, Akureyri

Ísak Rafnsson, FH

Leó Snær Pétursson, HK

Magnús Óli Magnússon, FH

Pétur Júníusson, Aftureldingu

Sveinn Aron Sveinsson, Val

Víglundur Jarl Þórsson, Stjörnunni

Þráinn Orri Jónsson, Gróttu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×