Körfubolti

Krzyzewski hefði valið Luol Deng í bandaríska landsliðið

Mike Krzyzewski, þjálfari bandaríska liðsins.
Mike Krzyzewski, þjálfari bandaríska liðsins. AP
Bandaríska landsliðið í körfuknattleik karla er þessa dagana að leggja lokahöndina á titilvörn sína fyrir Ólympíuleikana sem hefjast í London í lok júlí. Bandaríska liðið er þessa stundina við æfingar í Manchester á Englandi þar sem liðið mun leika æfingaleik gegn Bretlandi á fimmtudag. Mike Krzyzewski, þjálfari bandaríska liðsins, segir að Luol Deng, leikmaður breska liðsins hefði líklega verið valinn í bandaríska liðið ef hann hefði verið með rétt ríkisfang.

Deng, sem er einn af lykilmönnum Chicago Bulls í NBA deildinni, flutti frá Englandi þegar hann var 14 ára en hann fékk breskt ríkisfang árið 1995. Deng lék undir stjórn Krzyzewski hjá Duke háskólanum og þeir þekkjast því mjög vel.

„Luol er mjög sérstakur leikmaður, og hann er nógu góður til þess að vera í bandaríska landsliðinu. Hann er mikill baráttumaður og er alltaf að bæta leik sinn," sagði Krzyzewski á fundi með fréttamönnum í Manchester.

Breska liðið sigraði landslið Portúgals í tveimur æfingaleikjum sem fram fóru um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×