Handbolti

Króatar lögðu Serba | Ungverjar höfðu Suður-Kóreu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mirko Alilovic, markvörður Króata, fagnar vörðum bolta í dag.
Mirko Alilovic, markvörður Króata, fagnar vörðum bolta í dag. Nordicphotos/Getty
Króatar eru með fullt hús stiga að loknum tveimur leikjum í B-riðli handknattleikskeppni Ólympíuleikanna í London eftir 31-23 sigur á Serbum í dag.

Króatar, sem unnu tíu marka sigur á Suður-Kóreu á sunnudag, náðu snemma frumkvæðinu og var munurinn aldrei minni en tvö mörk í síðari hálfleik.

Ivan Cupic skoraði átta mörk fyrir Króata sem hafa einir fullt hús stiga að loknum tveimur leikjum. Spánverjar og Danir eigast við í kvöld en bæði lið unnu leiki sína á sunnudag.

Fyrr í dag unnu Ungverjar þriggja marka sigur á Suður-Kóreu 22-19.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×