Handbolti

Danskur sigur gegn Suður-Kóreu tryggði líklega annað sætið

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Thomas Mogensen brýst í gegnum vörn Suður-Kóreu.
Thomas Mogensen brýst í gegnum vörn Suður-Kóreu. Nordicphotos/Getty
Danska karlalandsliðið lagði Suður-Kóreu 26-24 í B-riðli handknattleikskeppni Ólympíuleikanna í Koparkassanum í London í dag.

Suður-Kóreumenn höfðu að engu að keppa enda möguleiki þeirra á sæti í átta liða úrslitum enginn. Eftir jafnan fyrri hálfleik tóku Kóreumenn frumkvæðið og leiddu í hálfleik 14-13.

Þeir héldu forystunni allt þar til Lasse Svan Hansen kom Dönum í 22-21. Dani héldu naumri forystu sinni út leikinn og unnu tveggja marka sigur.

Danir hafna í öðru sæti riðilsins nema Spánverjar taki sig til og vinni ellefu marka sigur á Króötum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×