Körfubolti

Frábær troðsla hjá Hlyni | Svipmyndir frá sigrinum í Slóvakíu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik vann glæsilegan sex stiga sigur á Slóvakíu í A-riðli undankeppni Evrópumótsins ytra í gær.

Íslenska liðið hafði frumkvæðið fram í þriðja leihluta. Þá skoruðu heimamenn tuttugu stig í röð og náðu góðri forystu. Okkar menn sýndu frábæran karakter, sneru leiknum sér í vil á nýjan leik og lönduðu 81-75 sigri.

Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá svipmyndir úr leiknum. Samantektin er nokkuð skondin enda töluvert um misheppnuð skot og villudóma sem almennt eru ekki höfð með í hápunktasamantekt úr leikjum.

Glæsilegustu tilþrifin koma þó eftir tvær mínútur í myndbandinu. Þá spila Jakob Örn Sigurðarson, Ægir Þór Steinarsson og Haukur Helgi Pálsson laglega á milli sín. Boltinn hafnar hjá fyrirliðanum Hlyni Bæringssyni sem treður með tilþrifum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×