Körfubolti

Hlynur frákastahæstur í riðli Íslands - Jón Arnór í 2. sæti í stigum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hlynur Bæringsson.
Hlynur Bæringsson. Mynd/Valli
Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í körfubolta, tók flest fráköst í fyrri umferðinni í riðli Íslands í undankeppni Evrópumótsins en seinni umferðin hefst á morgun með leik Íslands á móti Serbum í Nis.

Hlynur er búinn að taka 8,2 fráköst í leik en næstir á eftir honum eru þrír leikmenn sem eru jafnir með 6,8 fráköst í leik. Það eru Ísraelsmennirnir Omri Casspi og Alex Tyus auk Eistans Janar Talts.

Jón Arnór Stefánsson er annar stigahæsti leikmaður riðilsins á eftir Slóvakanum Anton Gavel (22,2 stig í leik) en Jón Arnór hefur skorað 19,6 stig að meðaltali í leik sem skilar honum í 8. sæti yfir stigahæstu leikmenn undankeppninnar.

Jón Arnór er í 5. sæti í stoðsendingum (4,2 í leik) og Hlynur er í efsta sæti í stolnum boltum (1,8 í leik) ásamt Eistandum Sten-Timmu Sokk sem hefur einnig gefið flestar stoðsendingar allra í riðlinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×