Handbolti

Montpellier tapaði | PSG setur sína leikmenn í bann

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Karabatic-bræðurnir, Luka og Nikola.
Karabatic-bræðurnir, Luka og Nikola. Nordic Photos / AFP
Montpellier tapaði í kvöld fyrir Fenix Toulouse í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta, 34-29, enda án fimm sterkra leikmanna sem hafa allir verið kærðir fyrir veðmálasvindl.

Montpellier hafði áður tilkynnt að þeir Nikola Karabatic, Luka Karabatic, Primoz Prost, Dragan Gajic og Issam Tej myndu ekki spila með liðinu á meðan réttað verður í máli þeirra. Þeim var birt kæra í frönskum dómstólum í dag.

Tveir aðrir leikmenn voru einnig kærðir en það eru þeir Samuel Honrubia og Mladen Bojinovic sem báðir leika nú með Paris Handball, félagi Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar og Róberts Gunnarssonar. Í kvöld var tilkynnt að þeir myndu ekki heldur fá að spila með liðinu á næstunni.

William Accambray skoraði tíu mörk fyrir Montpellier í kvöld og Mathieu Grebille átta en þetta var annað tap Montpellier á tímabilinu. Jerome Fernandez skoraði átta mörk fyrir Toulouse.


Tengdar fréttir

Karabatic tjáir sig um veðmálasvindlið

Besti handknattleiksmaður heims, Frakkinn Nikola Karabatic, tjáði sig í fyrsta skipti í gær um veðmálasvindlið sem hann er bendlaður við í heimalandinu. Það gerði franski landsliðsmaðurinn á Facebook-síðu sinni.

Karabatic grét fyrir rétti | Settur í leikbann

Nikola Karabatic var í dag leiddur fyrir dómara þar sem honum var birt kæra fyrir meint veðmálasvindl í tengslum við leik Montpellier í frönsku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×