Handbolti

Nikola Karabatic: Þetta er algjör martröð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nikola Karabatic í landsleik á móti Íslandi.
Nikola Karabatic í landsleik á móti Íslandi. Mynd/DIENER
Franski landsliðsmaðurinn Nikola Karabatic segist ekki skilja af hverju hann er sakborningur í stóra hneykslismálinu í frönskum handbolta. Leikmenn Montpellier-liðsins eru sakaðir um að hafa hagrætt úrslitum svo þeir eða fjölskyldur þeirra græddu pening á því að veðja á liðið.

Karabatic, sem er einn allra besti handboltamaður í heimi, tjáði sig í fyrsta sinn um málið í viðtali við vikublaðið Paris Match.

„Við erum gjörsamlega eyðilagðir yfir þessu máli og skiljum ekki af hverju þeir ofsæka okkur. Þetta er algjör martröð sem við erum að upplifa," sagði Nikola Karabatic við blaðamann Paris Match.

Nikola Karabatic og bróðir hans Luka eru meðal ellefu manna sem hafa verið kærðir fyrir svik og spillingu. Þeir gætu átt á hættu að vera dæmdir í fimm ár fangelsi.

Montpellier tapaði óvænt þýðingarlitlum leik í frönsku deildinni á síðasta tímabili og seinna kom í ljós að margir græddu stórar fjárhæðir á því að veðja á móti liðinu í umræddum leik.

Nikola Karabatic má ekki hitta liðsfélaga sína og því síður spila með Montpellier-liðinu á meðan rannsóknin stendur yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×