Handbolti

Aðalsteinn: Vildum standa okkur vel fyrir Hannes Jón

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hannes Jón í leik með Eisenach.
Hannes Jón í leik með Eisenach. Mynd/Heimasíða Eisenach
Þýska B-deildarliðið Eisenach vann í gær góðan sigur á úrvalsdeildarliðinu Grosswallstadt í þýsku bikarkeppninni í gær.

Eisenach vann sannfærandi sigur, 27-20, en þjálfari þess er Aðalsteinn Eyjólfsson. Hannes Jón Jónsson er einnig á mála hjá félaginu en hann er nú frá keppni vegna veikinda.

Fyrr í vikunni var greint frá því að Hannes Jón hefði farið í aðgerð þar sem krabbameinsæxli hefði verið fjarlægð úr þvagblöðru hans.

„Leikmenn stóðu saman og börðust hverjir fyrir aðra. Þeir sýndu úr hverju þeir eru gerðir," sagði Aðalsteinn við þýska fjölmiðla eftir leikinn í gær.

„Við vildum allir standa okkur vel fyrir Hannes og senda honum jákvæð skilaboð."

Hannes Jón fagnaði með liðsfélögum sínum eftir leikinn í gær. Áhorfendur stóðu á fætur og hylltu Hannes og er það hafa verið afar tilfinningaþrungin stund.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×