Handbolti

Þýskaland tapaði fyrir Svartfjallalandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Martin Heuberger er landsliðsþjálfari Þýskalands.
Martin Heuberger er landsliðsþjálfari Þýskalands. Nordic Photos / Getty Images
Ófarir þýska handboltalandsliðsins halda áfram. Liðið tapaði í kvöld sínum fyrsta leik í undankeppni EM 2012 er það mætti Svartfellingum í Mannheim.

Svartfjallaland vann fjögurra marka sigur, 31-27, og var niðurstaðan sanngjörn. Gestirnir höfðu átta marka forystu, 28-20, í síðari hálfleik en Þjóðverjar náðu að laga stöðuna á lokamínútunum.

Svartfellingar höfðu forystuna strax frá fyrstu mínútum og voru sex mörkum yfir í hálfleik, 17-11.

Drasko Mrvaljevic var markahæstur í liði Svartfellinga með átta mörk. Patrick Wiencek kom næstur með sex mörk.

Þjóðverjar hafa aðeins einu sinni verið meðal tíu efstu þjóða á síðustu þremur stórmótum í handbolta og komust ekki inn á Ólympíuleikana í London í sumar.

Önnur úrslit dagsins í undankeppni EM 2014 voru eftir bókinni:

1. riðill: Spánn - Portúgal 34-20

2. riðill: Þýskaland - Svartfjallaland 27-31

3. riðill: Frakkland - Litháen 27-18

5. riðill: Svíþjóð - Úkraína 27-23




Fleiri fréttir

Sjá meira


×