Handbolti

Mikkel Hansen hugsanlega á leið í hnéaðgerð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mikkel Hansen.
Mikkel Hansen. Mynd/Nordic Photos/Getty
Mikkel Hansen verður ekki með danska landsliðinu í handbolta í tveimur æfingaleikjum á móti Argentínu um helgina. Þessi besti handboltamaður heims árið 2011 er slæmur í hnénu.

„Ég vona að ég þurfi ekki að leggjast undir hnífinn. Ég þarf að byrja á því að hvíla hnéð og svo sjáum við til," sagði Mikkel Hansen við sporten.tv2.dk..

Hansen lék áður með AG en spilar nú með Ásgeiri Erni Hallgrímssyni og Róberti Gunnarssyni hjá franska liðinu Paris Handball.

Það er liðþófinn sem er meðal annars að angra Mikkel Hansen en við myndatöku komu í ljós þrjár litlar skemmdir í hnénu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×