Handbolti

Füchse Berlin vann nauman sigur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Füchse Berlin, lið Dags Sigurðssonar, vann góðan en nauman sigur á Lemgo í þýsku úrvalsdeildinni í dag, 21-19.

Lemgo hafði frumkvæðið framan af leik og var með tveggja marka forystu í hálfleik, 13-11. Füchse Berlin komst ekki yfir fyrr en þegar að níu mínútur voru til leiksloka en staðan var þá 17-16.

Berlínarliðið reyndist svo sterkara á lokasprettinum og hélt forystunni til loka. Liðið er með átján stig í þriðja sæti deildarinnar.

Þá vann Magdeburg öruggan sigur á Grosswallstadt, 33-25. Sverre Andreas Jakobsson lék í vörn Grosswallstadt en Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Magdeburg, er frá vegna meiðsla.

Magdeburg er í áttunda sæti deildarinnar með tólf stig en Grosswallstadt í sautjánda og næstneðsta sæti með sjö stig.

Það var einnig spilað í þýsku B-deildinni. Arnór Gunnarsson skoraði fjögur mörk fyrir Bergischer HC sem vann Hildesheim, 31-28. Þá tapaði Aue fyrir Bietigheim, 34-31. Sveinbjörn Pétursson stóð í marki Aue en Rúnar Sigtryggsson er þjálfari liðsins.

Bergischer er í öðru sæti deildarinnar en Aue í fjórtánda sæti með átta stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×