Fótbolti

Félagaskipti Gumma Kristjáns því sem næst frágengin

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Guðmundur fagnar marki í leik með Start.
Guðmundur fagnar marki í leik með Start. Mynd/Heimasíða Start
Fátt getur komið í veg fyrir að Guðmundur Kristjánsson leiki með Start í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á næstu leiktíð. Breiðablik hefur samið um kaupverð við norska félagið.

Einar Kristján Jónsson, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks, staðfesti þetta í samtali við Vísi í dag.

„Það er bara á lokastigum. Boltinn er hjá þeim. Ég held að þetta sé bara búið þannig séð," sagði Einar Kristján.

Aðspurður hvort félagaskiptin væru því sem næst frágengin sagði Einar Kristján:

„Ég myndi segja að það væri þannig."

Guðmundur hefur þegar samið um kaup og kjör við Start þannig að allt útlit er fyrir að Bolvíkingurinn verði leikmaður Start innan tíðar.

Aðspurður hvort Blikar séu sáttir við söluverðið sagði Einar Kristján:

„Menn eru auðvitað aldrei sáttir. Þú veist hvernig það er," sagði Einar Kristján og hló.

Guðmundur var lykilmaður í liði Start sem tryggði sér sæti í norsku úrvalsdeildinni á dögunum. Matthías Vilhjálmsson samdi við Start í gær eftir að FH komst að samkomulagi um söluverð við norska félagið.

Á heimasíðu Start er Guðmundur í viðtali en jólaandinn svífur yfir vötnunum. Bolvíkingurinn hefur jólahúfu á kollinum og ræðir m.a. um fallegt mark sem hann skoraði á leiktíðinni. Viðtalið má sjá hér.


Tengdar fréttir

Matthías hjá Start næstu tvö árin

Matthías Vilhjálmsson skrifaði í dag undir samning við norska úrvalsdeildarliðið Start í Noregi. Matthías var lánsmaður hjá félaginu á síðustu leiktíð en hann var samningsbundinn FH.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×