Firnagóður Ferry Trausti Júlíusson skrifar 29. maí 2012 18:00 Ferry lék á alls oddi og sýndi að hann á nóg eftir. Mynd/Getty Images Tónleikar. Bryan Ferry. Listahátíð, Harpa 27. maí. Það var troðfullur og prúðbúinn Eldborgarsalur sem tók á móti enska tónlistarmanninum Bryan Ferry og hljómsveit á sunnudagskvöldið. Dagskráin hófst á því að Gulli Briem kynnti Mandela daga í Reykjavík og fékk tónleikagesti til þess að lyfta höndum að hætti Nelsons Mandela, en síðan birtist hljómsveit Ferrys og taldi í upphafslagið, I Put a Spell on You. Það er gamall Screamin? Jay Hawkins smellur, en fönkuð poppútgáfa Ferrys heyrðist fyrst á plötunni hans Taxi árið 1993. Næst kom ofursmellurinn Slave to Love, þá Don?t Stop the Dance og svo þrjú Bob Dylan-lög í röð. Það voru alls þrettán manns á sviðinu þegar mest var, Ferry, þrjár bakraddasöngkonur, tveir gítarleikarar, hljómborðsleikari, saxófónleikari, bassaleikari, trommuleikari, slagverksleikari og tveir dansarar. Í hljómsveitinni voru tveir gamlir félagar Ferrys, Paul Thompson trommuleikari Roxy Music og Chris Spedding gítarleikari, sem spilaði með Ferry á sólóplötunum hans á áttunda áratugnum. Yngra liðið stóð sig samt ekkert verr, til dæmis gítarleikarinn Oliver Thompson og saxófónleikarinn Jorja Chalmers. Bryan Ferry flutti lög af öllum ferlinum, m.a. fjögur lög af gömlu Roxy Music-plötunum, þrjú lög af Avalon og tvö af nýju plötunni, Olympiu, alls 21 lag. Þetta voru frábærir tónleikar og margir hápunktar. Mest var klappað fyrir smellum eins og Love Is the Drug, Jealous Guy og More Than This, en minna þekkt lög, sem voru útsett þannig að hljóðfæraleikararnir fengu að sýna hvað þeir gátu, voru ekki síður góð. Þar á meðal voru My Only Love, Reason or Rhyme og útgáfa Ferrys af Neil Young-laginu Like a Hurricane. Það hefur verið mikið talað um útlit og fatastíl Ferrys og vissulega var hann glæsilegur á sviðinu í Eldborgarsalnum. Meðlimir hljómsveitarinnar voru allir í stíl, klæddir í svart eða gyllt. Ljósasýningin og myndefnið á bak við hljómsveitina var líka mjög flott. Það sem stóð upp úr var hins vegar tónlistin sjálf. Útsetningarnar voru ósviknar, hljómsveitin frábær og lagavalið gott, þó að gamlir aðdáendur eins og ég sakni auðvitað alltaf einhverra laga. Ferry lék á alls oddi og sýndi að hann á nóg eftir. Á heildina litið firnagóðir tónleikar sem stóðust allar væntingar – og þær voru miklar! Niðurstaða: Bryan Ferry heillaði troðfullan Eldborgarsal með frábærum tónleikum á sunnudagskvöldið. Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Tónleikar. Bryan Ferry. Listahátíð, Harpa 27. maí. Það var troðfullur og prúðbúinn Eldborgarsalur sem tók á móti enska tónlistarmanninum Bryan Ferry og hljómsveit á sunnudagskvöldið. Dagskráin hófst á því að Gulli Briem kynnti Mandela daga í Reykjavík og fékk tónleikagesti til þess að lyfta höndum að hætti Nelsons Mandela, en síðan birtist hljómsveit Ferrys og taldi í upphafslagið, I Put a Spell on You. Það er gamall Screamin? Jay Hawkins smellur, en fönkuð poppútgáfa Ferrys heyrðist fyrst á plötunni hans Taxi árið 1993. Næst kom ofursmellurinn Slave to Love, þá Don?t Stop the Dance og svo þrjú Bob Dylan-lög í röð. Það voru alls þrettán manns á sviðinu þegar mest var, Ferry, þrjár bakraddasöngkonur, tveir gítarleikarar, hljómborðsleikari, saxófónleikari, bassaleikari, trommuleikari, slagverksleikari og tveir dansarar. Í hljómsveitinni voru tveir gamlir félagar Ferrys, Paul Thompson trommuleikari Roxy Music og Chris Spedding gítarleikari, sem spilaði með Ferry á sólóplötunum hans á áttunda áratugnum. Yngra liðið stóð sig samt ekkert verr, til dæmis gítarleikarinn Oliver Thompson og saxófónleikarinn Jorja Chalmers. Bryan Ferry flutti lög af öllum ferlinum, m.a. fjögur lög af gömlu Roxy Music-plötunum, þrjú lög af Avalon og tvö af nýju plötunni, Olympiu, alls 21 lag. Þetta voru frábærir tónleikar og margir hápunktar. Mest var klappað fyrir smellum eins og Love Is the Drug, Jealous Guy og More Than This, en minna þekkt lög, sem voru útsett þannig að hljóðfæraleikararnir fengu að sýna hvað þeir gátu, voru ekki síður góð. Þar á meðal voru My Only Love, Reason or Rhyme og útgáfa Ferrys af Neil Young-laginu Like a Hurricane. Það hefur verið mikið talað um útlit og fatastíl Ferrys og vissulega var hann glæsilegur á sviðinu í Eldborgarsalnum. Meðlimir hljómsveitarinnar voru allir í stíl, klæddir í svart eða gyllt. Ljósasýningin og myndefnið á bak við hljómsveitina var líka mjög flott. Það sem stóð upp úr var hins vegar tónlistin sjálf. Útsetningarnar voru ósviknar, hljómsveitin frábær og lagavalið gott, þó að gamlir aðdáendur eins og ég sakni auðvitað alltaf einhverra laga. Ferry lék á alls oddi og sýndi að hann á nóg eftir. Á heildina litið firnagóðir tónleikar sem stóðust allar væntingar – og þær voru miklar! Niðurstaða: Bryan Ferry heillaði troðfullan Eldborgarsal með frábærum tónleikum á sunnudagskvöldið.
Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira