Tíska og hönnun

Heillaðist af alíslensku hráefninu

Sigríður Heimisdóttir hefur hannað fylgihluta, fata - og heimilislínu úr mokkaskinni fyrir Varma.
Sigríður Heimisdóttir hefur hannað fylgihluta, fata - og heimilislínu úr mokkaskinni fyrir Varma.
?Hráefnið kveikti í mér og þetta var ekkert smá skemmtilegt verkefni,? segir iðnhönnuðurinn Sigríður Heimisdóttir sem hefur hannað fylgihluta-, fata- og heimilislínu úr mokkaskinni fyrir íslenska fyrirtækið Varma.

Í línunni er að finna allt frá hinum klassísku mokkalúffum sem margir Íslendingar þekkja, til eldhúskolla með mokkasetu og vesta. ?Mokka er hráefni sem er partur af arfleifð okkar. Það er vanmetið efni en það er oft svoleiðis með íslensk hráefni, eins og ullina og fiskinn sem við erum gjörn á að tala niður til,? segir Sigríður og fullyrðir að hönnunarferlið hafi verið mjög skemmtilegt. ?Ég vinn aðallega fyrir erlend fyrirtæki svo það var mjög áhugavert fyrir mig að fylgjast með ferlinu sem fer alfarið fram hér á landi, frá upphafi til enda.?

Sigríður er þekkt fyrir hönnun sína á heimilis- og húsbúnaðarvörum, meðal annars fyrir Ikea, en þetta var í fyrsta sinn sem hún tókst á við fatahönnun. ?Ég ákvað að fá til liðs við mig fagfólk enda ekki mitt sérsvið. Það er því Helga Lúðvíksdóttir klæðskeri sem er konan á bak við sniðin.?

Aðspurð hver sé hennar uppáhaldshlutur úr línunni á Sigríður erfitt með að svara. ?Það er mjög erfitt að gera upp á milli en í augnablikinu er ég í vestinu og það er svo hlýtt að það er eins og að vera í svefnpoka. Þannig að núna er það uppáhaldi.?

- áp






Fleiri fréttir

Sjá meira


×