Handbolti

Patrekur stýrði Austurríki til sigurs á móti Sviss

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Patrekur Jóhannesson.
Patrekur Jóhannesson. Mynd/Stefán
Austuríska handboltalandsliðið vann í gær eins marks sigur á nágrönnum sínum í Sviss, 32-31, á æfingamóti í Winterthur í Sviss en Patrekur Jóhannesson er þjálfari austurríska landsliðsins.

Austurríkismenn komu til baka eftir 11 marka tap á móti Hvít-Rússum á föstudagskvöldið og eiga enn möguleika á því að vinna mótið því lið Hvíta-Rússlands gerði aðeins jafntefli á móti Katar, 28-28, fyrr í kvöld.

Patrekur er að byggja upp nýtt lið hjá Austurríki en liðið er mjög ungt að árum. Hinn 21 árs gamli Alexander Hermann var markahæstur í gærkvöldi með sjö mörk en þeir Fabian Posch og Stephan Jandl skoruðu báðir fimm mörk.

„Við spiluðum miklu betur en í gær og við erum mjög ánægðir með að vinna Sviss," sagði Patrekur í viðtali á heimasíðu austurríska sambandsins.

Hvíta-Rússland er með þrjú stig fyrir lokaumferðina og tryggir sér því sigur á mótinu með sigri á Sviss á morgun. Austurríki og Sviss eru bæði með tvö stig og geta því bæði unnið mótið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×