Handbolti

Óskar Bjarni og Viborg-stelpurnar áfram á sigurbraut

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Óskar Bjarni Óskarsson.
Óskar Bjarni Óskarsson. Mynd/Vilhelm
Óskar Bjarni Óskarsson og stelpurnar í Viborg HK náðu tveggja stiga forskoti á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar eftir 29-24 útisigur á FIF í dag. Þetta var annar leikur kvennaliðs Viborg undir stjórn Óskars Bjarna en sá fyrsti vannst með fjórtán mörkum.

FIF er í áttunda sæti deildarinnar en náði að standa vel í Viborg-liðinu í þessum leik. Viborg var 14-11 yfir í hálfeik en FIF minnkaði muninn í eitt mark í seinni hálfleiknum áður en Viborg gerði út um leikinn í lokin.

Viborg HK er með tveggja stiga forskot á FC Midtjylland sem á leik inni á útivelli á móti Team Tvis Holstebro á mánudagskvöldið. Viborg-stelpurnar hafa náð í 23 stig af 24 mögulegum í fyrstu tólf deildarleikjum sínum í vetur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×