Handbolti

Sjöstrand á að taka við Omeyer hjá Kiel

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Svíinn Johan Sjöstrand mun í sumar ganga til liðs við þýska stórliðið Kiel. Hann er 25 ára landsliðsmarkvörður sem er ætlað að fylla í skarð Frakkans Thierry Omeyer.

Omeyer mun í sumar snúa aftur til Frakklands þegar samningur hans við Kiel rennur út.

Sjöstrand gerði þriggja ára samning við Kiel en hann kemur frá Álaborg í Danmörku. Hann hefur áður spilað með Flensburg í Þýskalandi og varð svo Evrópumeistari með Barcelona árið 2011.

Fyrir hjá Kiel er Andreas Palicka, annar sænskur landsliðsmarkvörður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×