Körfubolti

Helena hoppaði upp í 3. sæti yfir bestu skyttur Euroleague

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Helena Sverrisdóttir.
Helena Sverrisdóttir. Mynd/Heimasíða Good Angels Kosice
Helena Sverrisdóttir hitti úr 3 af 5 þriggja stiga skotum sínum í gærkvöldi þegar lið hennar Good Angels Kosice vann frábæran útisigur á ítalska liðinu Famila Schio. Helena komst með því upp í þriðja sætið á listanum bestu þriggja stiga skytturnar í Euroleague.

Helena hefur nýtt 14 af 30 þriggja stiga skotum sínum á tímabilinu sem gerir 46,7 prósent nýtingu. Liðsfélagi hennar Alexandria Quigley og Kristen Sharp frá USO Mondeville eru þær einu sem eru fyrir ofan hana.

Helena hefur skorað 42 af 69 stigum sínum í Euroleague í vetur fyrir utan þriggja stiga línuna (61 prósent) en þetta var fjórði leikur hennar í vetur þar sem hún skorar þrjá þrista. Helena hefur skorað 1,4 þrista að meðaltali í leik þrátt fyrir að spila aðeins 16,3 mínútur að meðaltali.

Good Angels Kosice á því tvo leikmenn á topp fjórum og það kemur því ekki á óvart að liðið hefur nýtt þriggja stiga skotin sín best af öllum liðum Euroleague. 38 prósent þriggja stiga skota Helenu og félaga hennar (56 af 147) hafa ratað rétta leið.

Bestu þriggja stiga skytturnar í Euroleague 2012-13:

1. Quigley, A., Good Angels Kosice 50,0 prósent (25 af 50)

2. Sharp, K., USO Mondeville 50,0 prósent (11 af 22)

3. Helena Sverrisdóttir, Good Angels Kosice 46,7 prósent (14 af 30)

4. Masciadri, R., Famila Schio 44,2 prósent (19 af 43)

5. Vitecková, E., ZVVZ USK Prague 43,8 prósent (14 af 32)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×