Körfubolti

Hlynur frákastahæstur í Svíþjóð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hlynur Bæringsson.
Hlynur Bæringsson. Mynd/Valli
Hlynur Bæringsson, leikmaður deildarmeistara Sundsvall Dragons, er sá leikmaður í sænsku úrvalsdeildinni sem hefur tekið flest fráköst í deildinni í vetur.

Hlynur hefur tekið 332 fráköst í 32 leikjum eða 10,4 að meðaltali í leik og er sá eini í deildinni sem er með tvennu að meðaltali í leik en hann hefur skorað 14,7 stig að meðaltali.

Hlynur er með 3,4 sóknafráköst og 7,0 varnafráköst að meðaltali en þá er hann einnig með 3,3 stoðsendingar og 1,4 stolinn bolta í leik.

Hlynur er í 2. sæti í framlagi með 21,7 framlagsstig í leik og hann er einnig í öðru sæti í plús og mínus en Sundsvall Dragons er +10,9 að meðaltali í leik með íslenska framherjann inn á vellinum.

Liðsfélagi hans Jakob Örn Sigurðarson er sjötti stigahæsti leikmaður sænsku deildarinnar með 18,0 stig í leik en Jakob er síðan í fjórða sæti í plús og mínu (+9,8 í leik).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×