Handbolti

Sverre og félagar í slæmum málum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sverre, lengst til vinstri, í leik með Grosswallstadt fyrr á þessu tímabili.
Sverre, lengst til vinstri, í leik með Grosswallstadt fyrr á þessu tímabili. Nordic Photos / Getty Images
Fátt annað en fall blasir við Grosswallstadt í þýsku úrvalsdeildinni en liðið tapaði enn einum leiknum í dag.

Í þetta sinn tapaði liðið fyrir Hannover-Burgdorf, 31-26, en Rúnar Kárason skoraði þrjú mörk fyrir Grosswallstadt. Sverre Andreas Jakobsson spilaði að venju í vörn liðsins.

Sverre er fyrirliði Grosswallstadt sem er einungis með sjö stig eftir 24 leiki. Liðið er fjórum stigum frá öruggu sæti.

Í dönsku úrvalsdeildinni hafði Mors-Thy betur gegn Skanderborg, 28-25. Einar Ingi Hrafnsson skoraði fjögur mörk fyrir Mors-Thy sem er í áttunda sæti dönsku deildarinnar.

Ein umferð er eftir af deildarkeppninni en átta efstu lið deildarinnar komast áfram í úrslitakeppnina. Mors-Thy er með tveggja stiga forystu á næsta lið fyrir lokaumferðina.

Ólafur Guðmundsson skoraði tvö mörk fyrir sænska liðið Kristianstad sem tapaði fyrir Hammarby, 24-23, í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Kristianstad er í fjórða sæti deildarinnar með 39 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×