Handbolti

Andersson dregur fram landsliðsskóna

Andersson í leik gegn Slóveníu.
Andersson í leik gegn Slóveníu.
Sænskir handknattleiksunnendur kættust í dag þegar Kim Andersson ákvað að rífa landsliðsskóna niður úr hillunni. Þar hafa þeir verið síðan eftir ÓL í London.

Hinn þrítugi Andersson mun spila næstu leiki með Svíum í undankeppni EM. Næstu tveir leikir eru erfiðir leikir gegn Pólverjum í byrjun apríl.

"Við höfum verið að ræða þetta við hann í allan vetur og hann er núna klár í slaginn. Það er frábært að fá hann aftur. Kim er ekki bara frábær skytta heldur lesa fáir leikinn betur en hann," sagði Staffan Olsson, landsliðsþjálfari Svía.

Sænski hópurinn:

Markverðir: Andreas Palicka (THW Kiel) and Johan Sjöstrand (Aalborg Håndbold)

Vinstri hornamenn: Jonas Källman (Atletico Madrid) Fredrik Petersen (HSV Handball, Hamburg)

Hægri hornamenn: Niklas Ekberg (THW Kiel) Mattias Zachrisson (Eskilstuna Guif)

Línumenn: Magnus Jernemyr (FC Barcelona) Andreas Nilsson (HSV Handball, Hamburg) Jesper Nielsen (IK Sävehof) Tobias Karlsson (SG Flensburg-Handewitt)

Útileikmenn: Kim Ekdahl du Rietz (Rhein-Neckar Löwen) Jonas Larholm (Pick Szeged) Marcus Olsson (IFK Kristiansstad) Patrik Fahlgren (MT Melsungen) Jim Gottfridsson (Ystads IF) Kim Andersson (KIF Kolding) Johan Jakobsson (Aalborg Håndbold)






Fleiri fréttir

Sjá meira


×