Handbolti

Uppselt á leikinn í dag

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aron Kristjánsson með aðstoðarþjálfara sínum, Gunnari Magnússyni. Ólafur Bjarki Ragnarsson er lengst til hægri.
Aron Kristjánsson með aðstoðarþjálfara sínum, Gunnari Magnússyni. Ólafur Bjarki Ragnarsson er lengst til hægri. Mynd/Stefán
Allir miðar á landsleik Íslands og Slóveníu í undankeppni EM 2014 í dag eru uppseldir.

Leikurinn fer fram í Laugardalshöll og hefst klukkan 16.00 en fylgst verður með honum í beinni lýsingu á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins.

Ísland er með fullt hús stiga í sínum riðli í undankeppninni eftir frækilegan sigur á Slóvenum ytra á miðvikudagskvöldið, 29-28.

Sigur í dag myndi gulltryggja íslenska liðinu keppnisrétt á EM sem fer fram í Danmörku á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×