Handbolti

Kaupin á Alexander þau bestu á tímabilinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Fréttavefurinn handball-planet.com segir í úttekt sinni í dag að kaupin á landsliðsmanninum Alexander Peterssyni séu þau bestu á tímabilinu í evrópska handboltanum.

Alexander kom til Rhein-Neckar Löwen síðastliðið sumar frá Füchse Berlin, þar sem hann lék undir stjórn Dags Sigurðssonar. Guðmundur Guðmundsson er þjálfari Löwen.

Alexander var reyndar ekki keyptur frá Berlínarrefunum þar sem að samningur hans við félagið var útrunninn þegar hann fór til ljónanna hans Guðmundar.

Hann samdi við Rhein-Neckar Löwen í janúar árið 2011, um svipað leyti og HM í Svíþjóð fór fram, en kláraði samning sinn við Füchse Berlin.

„Íslenska skyttan hefur staðið sig vel hjá öllum þeim liðum sem hann hefur spilað fyrir. Eftir Flensburg og Füchse Berlin gaf hann Rhein-Neckar Löwen nýjan kraft. Spurning er af hverju Dagur Sigurðsson og Bob Hanning [framkvæmdarstjóri] héldu honum ekki í Berlín?“ sagði í umfjöllun síðunnar.

Guðjón Valur Sigurðsson er sjöundi á listanum en hann kom til Kiel frá AG Kaupmannahöfn í sumar. Guðjón Valur var einnig samningslaus þegar hann kom til Kiel.

„Staða vinstri hornamanns hafði ekki verið jafn sterk í Kiel og aðrar leikstöður. Þjóðverjarnir hættu að tala á þeim nótum eftir að „Air Icelandic“ kom. Sigurðsson er einn besti vinstri hornamaður plánetunnar og Kiel getur andað rólega á næstu árum.“

Listinn:

1. Alexander Petersson (RN Löwen)

2. Ivan Cupic (Kielce)

3. Jorge Maqueda (Nantes)

4. Renato Vugrinec (Metalurg)

5. Laszlo Nagy (Veszprem)

6. Niklas Landin (RN Löwen)

7. Guðjón Valur Sigurðsson (Kiel)

8. Marko Kopljar (PSG)

9. Casper Urlich Mortensen (Bjerringbro/Silkeborg)

10. Primoz Prost (Göppingen)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×