Handbolti

Ólafur og félagar í úrslitaleikinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafur Guðmundsson.
Ólafur Guðmundsson. Mynd/Valli
Ólafur Guðmundsson og félagar hans í IFK Kristianstad tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum um sænska meistaratitilinn í handbolta eftir 32-27 útisigur á Sävehof í oddaleik.

Ólafur skoraði fimm mörk í leiknum og var annar markahæsti leikmaður liðsins á eftir Lars Möller Madsen sem skoraði 11 mörk.

Kristianstad stöðvaði þar sem sigurgöngu Sävehof sem var búið að vinna sænska meistaratitilinn undanfarin þrjú ár. Sävehof komst í 1-0 í einvíginu en Kristianstad  svaraði með tveimur sigrum í röð. Kristianstad gat tryggt sér sæti í úrslitaleiknum á heimavelli í síðasta leik en Sävehof náði þá að tryggja sér oddaleik.

Kristianstad var sterkari aðilinn allan leikinn og vann nokkuð sannfærandi sigur. Liðið var 14-11 yfir í hálfleik.

Kristianstad mætir HK Drott í hreinum úrslitaleik sem fer fram í Scandinavium-höllinni í Gautaborg en leikurinn fer fram fimmtudaginn 9.maí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×