Handbolti

Naumt tap í fyrri bronsleiknum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Einar Ingi Hrafnsson.
Einar Ingi Hrafnsson. Mynd/Fésbókin

Einar Ingi Hrafnsson og félagar í Mors-Thy Håndbold þurftu að sætta sig við 25-26 tap á heimavelli á móti Skjern Håndbold í fyrsta leik liðanna í einvíginu um bronsverðlaunin í dönsku handboltadeildinni.

Skjern Håndbold er á heimavelli í seinni leiknum og nægir þar jafntefli til þess að tryggja sér bronsið.

Mors-Thy Håndbold byrjaði leikinn vel og var meðal annars 7-4 og 9-6 yfir í fyrri hálfleiknum. Mors-Thy Håndbold var síðan 13-12 yfir í hálfleik.

Skjern tók frumkvæðið og var 25-23 yfir þegar tvær mínútur voru til leiksloka. Þá skoraði Einar Ingi mark og fiskaði mann að auki útaf í tvær mínútur.

Skjern tók leikhlé þegar 48 sekúndur voru til leiksloka. Liðsmenn Skjern náðu að spila upp á mark manni færri og komast í 26-24. Mors-Thy Håndbold minnkaði síðan muninn í blálokin. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×