Ford vél í Smart og Renault Twingo Finnur Thorlacius skrifar 28. maí 2013 15:45 Ein athygliverðasta bílvél nútímans, 1,0 lítra EcoBoost vél Ford, freistar annarra bílaframleiðenda og á Daimler nú í viðræðum við Ford um kaup á þeirri vél í bíla Daimler samstæðunnar. Vélin var kosin bílvél ársins í heiminum í fyrra og er aðeins þriggja strokka. Myndi vélin sú fara í Smart bíla, en Smart er í eigu Daimler. Þá gæti hún einnig sést í Renault Twingo, en Daimler á í miklu samstarfi við Renault-Nissan og eiga fyrirtækin 3,1% hlut hvort í öðru. Vélin er nú þegar í Ford bílunum Focus, Fiesta og B-Max. Í skiptum myndi Daimler veita Ford upplýsingar um stærri vélar Mercedes Benz sem standast nú þegar EURO6 mengunarstaðalinn. Þetta yrði ekki í fyrsta skipti sem Daimler, Renault-Nissan og Ford eiga í samstarfi með vélar. Fyrr á þessu ári hófst samstarf þeirra í millum við smíði véla sem brenna vetni. Fyrirtækin ætla öll að hefja sölu á vetnisbílum árið 2017. Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir
Ein athygliverðasta bílvél nútímans, 1,0 lítra EcoBoost vél Ford, freistar annarra bílaframleiðenda og á Daimler nú í viðræðum við Ford um kaup á þeirri vél í bíla Daimler samstæðunnar. Vélin var kosin bílvél ársins í heiminum í fyrra og er aðeins þriggja strokka. Myndi vélin sú fara í Smart bíla, en Smart er í eigu Daimler. Þá gæti hún einnig sést í Renault Twingo, en Daimler á í miklu samstarfi við Renault-Nissan og eiga fyrirtækin 3,1% hlut hvort í öðru. Vélin er nú þegar í Ford bílunum Focus, Fiesta og B-Max. Í skiptum myndi Daimler veita Ford upplýsingar um stærri vélar Mercedes Benz sem standast nú þegar EURO6 mengunarstaðalinn. Þetta yrði ekki í fyrsta skipti sem Daimler, Renault-Nissan og Ford eiga í samstarfi með vélar. Fyrr á þessu ári hófst samstarf þeirra í millum við smíði véla sem brenna vetni. Fyrirtækin ætla öll að hefja sölu á vetnisbílum árið 2017.
Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir