Af hverju munum við ekki eftir að hafa ekið heim? Finnur Thorlacius skrifar 8. júlí 2013 14:30 Þessi er líklega á "autopilot" Flestir kannast við það að hafa ekið kunnuglega leið, eins og heim úr vinnunni og uppgötvað eftirá að engar minningar sitja eftir um aksturinn. Mörgum þykir þetta óþægileg tilfinning, en hún á sínar skýringar og hendir okkur flest. Í raun snýst hún um það hvernig við skynjum tíma. Ef framkvæmt er eitthvað sem sífellt er endurtekið þjappast tíminn saman í endurminningunni. Það sama gerist ekki ef eitthvað nýtt er gert eins og að fara á nýjar slóðir í spennandi helgarfríi. Þá skynjast tíminn sem heil eilífð og hver stund fer í minnisbankann. Líffræðileg ástæða þessa er frekar einföld. Því lengur sem heilinn er að vinna úr nýjum upplifunum, því lengri skynjast sá tími sem þær upplýsingar komu frá. Allt sem gerist á heimleiðinni úr vinnunni hefur jafnvel gerst áður og ökumaður bílsins er raunverulega í "autopilot" ástandi. Allt annað er uppá teningnum þegar farnar eru nýjar slóðir og hreinlega leitað að ævintýrum, en þá eru nýjar upplýsingar teknir inn í miklu mæli og heilinn þarf að vinna úr miklu magni þeirra. Það tekur hann dágóðan tíma og eftir því skynjast tímalengdin. Margir gætu kannast við það að heill dagur í vinnunni, þar sem allt er gert á sama hátt og fyrr hreinlega hverfur eftir örfáa daga, en spennandi ferðadagur á framandi slóðum situr í minningunni til eilífðarnóns. Þessi staðreynd skýrir kannski best út af hverju fólk skynjar tímann ávallt fara hraðar framhjá sér eftir því sem aldurinn færist yfir. Færri og færri hlutir koma orðið á óvart og rútínan eykst í lífi flestra. Þá fer tíminn á flug og eitt ár skynjast eins og vika sem unglingur. Því er það ef til vill mjög nauðsynlegt að brjóta reglulega upp hversdaginn, leitast eftir því að upplifa eitthvað nýtt, svo síðustu árin fái eitthvað pláss í minningabankanum. Jafn nauðsynlegt er að vera ávallt vakandi fyrir umhverfi sínu, því jafnhætt er við því að ekkert nýtt skynjist ef ekki er leitað að því. Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir
Flestir kannast við það að hafa ekið kunnuglega leið, eins og heim úr vinnunni og uppgötvað eftirá að engar minningar sitja eftir um aksturinn. Mörgum þykir þetta óþægileg tilfinning, en hún á sínar skýringar og hendir okkur flest. Í raun snýst hún um það hvernig við skynjum tíma. Ef framkvæmt er eitthvað sem sífellt er endurtekið þjappast tíminn saman í endurminningunni. Það sama gerist ekki ef eitthvað nýtt er gert eins og að fara á nýjar slóðir í spennandi helgarfríi. Þá skynjast tíminn sem heil eilífð og hver stund fer í minnisbankann. Líffræðileg ástæða þessa er frekar einföld. Því lengur sem heilinn er að vinna úr nýjum upplifunum, því lengri skynjast sá tími sem þær upplýsingar komu frá. Allt sem gerist á heimleiðinni úr vinnunni hefur jafnvel gerst áður og ökumaður bílsins er raunverulega í "autopilot" ástandi. Allt annað er uppá teningnum þegar farnar eru nýjar slóðir og hreinlega leitað að ævintýrum, en þá eru nýjar upplýsingar teknir inn í miklu mæli og heilinn þarf að vinna úr miklu magni þeirra. Það tekur hann dágóðan tíma og eftir því skynjast tímalengdin. Margir gætu kannast við það að heill dagur í vinnunni, þar sem allt er gert á sama hátt og fyrr hreinlega hverfur eftir örfáa daga, en spennandi ferðadagur á framandi slóðum situr í minningunni til eilífðarnóns. Þessi staðreynd skýrir kannski best út af hverju fólk skynjar tímann ávallt fara hraðar framhjá sér eftir því sem aldurinn færist yfir. Færri og færri hlutir koma orðið á óvart og rútínan eykst í lífi flestra. Þá fer tíminn á flug og eitt ár skynjast eins og vika sem unglingur. Því er það ef til vill mjög nauðsynlegt að brjóta reglulega upp hversdaginn, leitast eftir því að upplifa eitthvað nýtt, svo síðustu árin fái eitthvað pláss í minningabankanum. Jafn nauðsynlegt er að vera ávallt vakandi fyrir umhverfi sínu, því jafnhætt er við því að ekkert nýtt skynjist ef ekki er leitað að því.
Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir