Körfubolti

Jón Arnór fagnaði sigri í fyrsta leiknum sem fyrirliði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Arnór Stefánsson.
Jón Arnór Stefánsson. Mynd/Daníel
Jón Arnór Stefánsson og félagar í CAI Zaragoza byrjuðu tímabilið á því að vinna flottan sigur á Bilbao Basket á útivelli í kvöld. CAI Zaragoza vann leikinn með níu stiga mun, 86-77, eftir að hafa verið níu stigum yfir í hálfleik, 50-41.

Jón Arnór Stefánsson er einn af fyrirliðum CAI Zaragoza á þessu tímabili en hann skoraði sex stig á fimmtán mínútum í kvöld. Jón Arnór hitti úr 2 af 5 skotum sínum utan af velli og var auk stiganna með 2 fráköst og 2 stolna bolta.

CAI Zaragoza og Bilbao Basket enduðu í 5. og 6. sæti deildarkeppninnar í fyrra en CAI Zaragoza fór síðan alla leið í undanúrslitin í úrslitakeppninni þar sem lið féll út á móti verðandi Spánarmeisturum Real Madrid.

Giorgi Shermadini, 218 sentímetra miðherji frá Georgíu, var óstöðvandi undir körfunni fyrir CAI Zaragoza í kvöld en hann skoraði 20 stig og hitti úr öllum átta skotum sínum. Bandaríkjamaðurinn Joseph Jones kom honum næstur í stigaskor en hann skoraði 17 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×