Nálægt þeim stóra missa menn vitið Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar 12. september 2013 09:00 Sölvi Björn: “Ég get ekki ímyndað mér hvers vegna nokkur höfundur ætti að skrifa verri eða metnaðarlausari bók en hann getur skrifað." Fréttablaðið/gva Rithöfundurinn Sölvi Björn Sigurðsson hefur sent frá sér mikil verk; Íslensk vatnabók og Stangveiðar á Íslandi. Í bókunum er rakin saga veiðimannasamfélagsins frá öndverðu til okkar daga. Hann nálgast vatnaveiðina úr bókstaflega öllum áttum. Sölvi Björn hefur hlotið mikið lof fyrir skáldverk sín. Skáldsagan Síðustu dagar móður minnar, sem Sölvi sendi frá sér árið 2009, er snilldarverk og til háðungar þeim sem um véla að hún væri ekki tilnefnd til hinna Íslensku bókmenntaverðlauna. Sá sem hér skrifar er ekki einn um þá skoðun. Nú vendir Sölvi Björn sínu kvæði í kross, ef svo má segja, og snýr sér að ritun umfangsmikils og í raun fræðilegs verks. Hvað er að gerast? „Síðasta skáldsagan mín, Gestakomur í Sauðlauksdal, var um sögulegt efni og það hafði vissar afleiðingar fyrir mig. Ég sökk í gamla texta sem sóttu á mig og heimtuðu að ég gæfi þeim meiri gaum. Vissirðu að Elís Jónsdóttir á Vatnsenda í Villingaholti eltist við sjóbirtinga um öll tún þarna fyrir austan sumarið 1709? Hún hafði fengið þetta fallega nafn, Elís, og kannski átti það einhvern þátt í því hvað hún var dugleg að bjarga sér. En fyrst þú spyrð svona sé ég reyndar ekki svo mikinn mun á skáldskap og fræðimennsku ef tilgangurinn er sá sami, að nálgast kjarnann, finna fegurðina í heiminum og starast á við furðurnar. Í Haukadalsvatni bjó forðum daga maður sem hét Silunga-Björn. Hann gat synt svo djúpt að hann fann sólina ofan í myrkviðum vatnsins og þar gáttina að öðrum heimi. Kannski eru svona gáttir á djúpum allra vatna, hvað veit maður? Málið snýst um að kafa, hvert svo sem vatnið er. Mig hafði lengi langað til að skrifa bók um landið og náttúruna, þó ekki væri nema til að vita aðeins meira um það. Ég hafði til dæmis ekki hugmynd um það fyrr en ég fór að skrifa þessa vatnabók að uppi á Bæjarhálsi á Ströndum er útburðartjörn og vættir sem leggjast á hæla manns og hrekja mann burt með öskrum. Ég hef aldrei heyrt önnur eins hljóð. Mér skilst að það hafi verið stórlán hvernig vindáttirnar lágu þegar ég var þarna á ferð með vini mínum, sem er líka rithöfundur. Annars hefðum við lagst í brekkuna og lamast. Um það finnast ótal dæmi frá fyrri tíð.“Skynsemin þýddist hann ekkiNú er kannski algengara, án þess að ég hafi nokkrar tölfræðilegar upplýsingar að byggja á með það, að rithöfundar beini sjónum að fræðilegri skrifum þegar liðið er á ferilinn. Þú ert ungur höfundur og fetar þessa slóð; hvernig má það vera? Ertu svona gömul sál eða hvað er í gangi? „Það er rétt að þetta er í aðra röndina fræðilegt verk en líka ferðasaga og ævintýrabók með alls kyns útúrdúrum sem má almennt ekki hafa í fræðibókum.ég fór á fjörur við skynseminahún þýddist mig ekkiég missti mig alveg í oasisyfir dragt sem var á kvenmann Þetta er úr ljóðinu Á fjallabaki, af síðu 599. Annars held ég að það sé frekar ný hugmynd að höfundar séu svo ungir þegar þeir eru 35 ára. Diderot var á þessum aldri þegar hann skrifaði Alfræðibókina. Þú heldur auðvitað að ég sé með megalómaníu, en ég er bara að reyna að setja þetta í eitthvert samhengi. Höfundum er held ég almennt hollt að takast á við nýjar áskoranir og mér var ætluð þessi á þessum tímapunkti. Hún herti mig að því leyti að ég hef aldrei unnið jafn mikið og sleitulaust að settu marki. Ég sé ekki fyrir mér að næsta bók verði tekin neitt léttari tökum, nema síður sé, þótt hún sé skáldverk.“Ræktar ekki með sér komplexinnSölvi Björn hefur, með öðrum orðum, ekki miklar áhyggjur af því að þetta verkefni komi niður á ímynd hans sem skáldsagnahöfundar? Metnaðarfullum höfundum á því sviði er mjög í mun að herða upp á öllum slíkum skrúfum. „Nei, er það? Ekkert frekar, held ég, en að Brad Pitt hafi haft áhyggjur af því að enda í teiknimynd þegar hann talaði inn á Metro-Man. Ég hef gefið út ljóðabækur, ritgerðarsöfn og tímarit samhliða skáldsögunum og lifað það af. Í fyrra gaf ég út fyrstu ljóðabókina mína í sjö ár. Hún heitir Sláturtíðin og mér fannst það bara töluvert frelsandi. Hvað skáldsöguferilinn varðar er hann samt númer eitt. Og ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá er ég bara akkúrat núna að skrifa mína langstærstu skáldsögu, svo ég á frekar erfitt með að rækta með mér komplexinn. Þú biður um skrúfjárn, ég skal rétta þér höggbor.“ Svo Sölvi er ekki að að hugsa um að leggja skáldskapinn á hilluna? „Nei.“ Hugmyndin kviknaði fyrir um tíu árum og þá fór Sölvi Björn að safna sögum í verkið mikla. „Þetta neitaði einhvern veginn að leggjast í dvala. Mér finnst gaman að vera í óbyggðum og þetta verkefni gaf færi á að rækta þessa ferðaþrá. Ég hef því verið að þvælast um landið síðustu sumur og skrifa ýmislegt hjá mér. Svo komu þeir til mín, Þórður Flóventsson, Árni landfógeti og þessir meistarar allir sem breyttu verkefninu og hvernig það horfði við mér. Fyrst Þórður gat riðið um óraflýst landið þvert og endilangt með hrognadall á níræðisaldri þá hlaut ég að geta tekið aðeins lengri vaktir á bókasafninu og grúskað aðeins meira en ætlunin var. Ætli það megi ekki segja að þetta verkefni hafi verið viðvarandi meðfram einu og öðru síðustu fjögur til fimm árin, þótt mesti kúfurinn hafi verið núna og í fyrra.“Lágmarkskrafa að leggja allt sitt í verkiðÍ fljótu bragði virðist sem Sölvi ætli sér að ná utan um allan pakkann; byrjar í Íslendingasögum, lítur um öxl til Biblíunnar og svo er haldið áfram og slóðin fetuð til vorra tíma. Útgefandi Sölva, Tómas Hermannsson, segir mér að þetta nálgist geggjun; svo mikill metnaður er lagður í verkið. Það hljóta að hafa komið þær stundir að Sölvi hafi litið upp og talið sig hafa færst of mikið í fang? Eða er hann svona „geggjaður“? „Að vissu leyti er það auðvitað einhvers konar bilun að leggjast í svona verkefni. Ég eiginlega bara…get ekki lýst því. En sko, hvers vegna að gera eitthvað verr en hægt er að gera það? Það er stundum hægt að skilja hvers vegna fólk gerir hlutina ekki betur en raun ber vitni – það fellur á tíma eða hreinlega getur ekki betur. En að leggja meðvitað minni metnað í verk en í manni býr gagnvart því sem maður hefur valið sér, það er mér óskiljanlegt. Ég get ekki ímyndað mér hvers vegna nokkur höfundur ætti að skrifa verri eða metnaðarlausari bók en hann getur skrifað. Að höfundur leggi allt sitt til verksins er lágmarkskrafa sem hægt er að gera til rithöfundar. Hámarkskrafan er svo að hann sýni fram á einhvers konar snilligáfu, en það veltur á öðru og er kannski það sem skilur að lokum frábæra höfunda frá hinum duglegu. Ég veit ekki hvort þetta er geggjun en ég gerði allavega það sem ég gat á þeim tíma sem ég hafði.“Veiðisagan hin tæra sagnalistÍ bókunum nálgast Sölvi Björn vatnaveiði sögulega. Þarna er að finna uppskriftir og allt þar á milli, að ógleymdum veiðisögum. Slíkar bækur hafa komið fram að nokkrum krafti að undanförnu og má þar til að mynda nefna bækur Bubba Morthens. Eru veiðisögur að einhverju leyti öðruvísi en aðrar sögur? Og hvað veldur þessari miklu þörf á að segja veiðisögur? „Mætti ekki segja að í veiðisögunni birtist sagnalistin í sinni tærustu mynd? Þetta hljómar kannski eins og eitthvað sem maður segir bara en ég held að það sé svolítið til í þessu. Veiðisagan hverfist um spennandi atburð og æsilegar lyktir, sem geta þó verið á hvaða veg sem er. Í henni eru oftar en ekki einhvers konar hvörf, dýrslegur ofmetnaður og sturlun. Í nánd við stóra fiska missa veiðimenn oftar en ekki vitið og atburðurinn situr lengi í þeim, þessi geðshræring er svo sterk.“Vatnamenningin er ekki einföldSölvi Björn hefur fengist við veiðimennsku frá fimm ára aldri, þegar faðir hans tók strákinn með í slíka ferð. Vatnaveiði er með ýmsu móti. Hvers konar veiði leggur Sölvi helst stund á? „Það eru þessar ferðir upp í Veiðivötn fyrst og fremst. Að vera uppi á afskekktum heiðum, það finnst mér skemmtilegast. Að lesa grös og nema land. Í Lýsingu Íslands eftir Þorvald Thoroddsen er rosaleg lýsing á affalli Langasjávar, hann kallar það Rótagil, þar sem bergvatnið fellur í stríðum straumi út í Skaftá í djúpum gljúfrum. Þessi sýn situr svo sterkt í mér, að standa þarna ofan í gilinu og skoða fiska, með jöklana til norðurs og sandana til suðurs. Ég hef ekki komið þangað enn, enda ekki hlaupið að því, en byðist mér að skipta út hálfum degi í Norðurá og vera færður að Rótagili í staðinn, þá myndi ég ekki hugsa mig tvisvar um. Það er þetta ævintýri sem höfðar sterkast til mín, þessi nánd við landið og kraft þess.“ Sölvi Björn leggur talsvert upp úr því í bókinni að veiðimennskan sé eitthvað sem liggur djúpt í eðli okkar og er um leið partur af því hreinlega að komast af. En hvað finnst honum þá um að veiða og sleppa? Er það ekki einhvers konar úrkynjun? „Að veiða meinarðu? Eða sleppa?“ Sleppa. „Laxaspillir er allavega á því að þetta sé ekki eðlilegt, svo mikið er víst. Ég er hérna að tala um föður minn. Sá dagur mun seint renna upp að hann sleppir fiski. Eggert og Bjarni segja líka að þegar menn voru að dorga með maðki og hrossakjöti í Elliðaánum fyrir svona tvö hundruð og fimmtíu árum sirka, þá hafi mesta furðan falist í því að „þessi fiskur var nær aldrei dreginn upp úr vatninu“. Þetta óeðli, ef menn vilja kalla það svo, er því ansi gamalt. Ég hef ekki tamið mér þetta að jafnaði, að dorga og sleppa, enda fer ég sjaldnar að veiða núorðið en ég myndi óska. Mér þætti eitthvað hálfbogið við að keyra fimm hundruð kílómetra upp á hálendi og aftur til baka til að veiða nokkra fiska og sleppa þeim. Þessi fiskur er borðaður á heimilinu og þykir lostæti, ég læt reykja mest af honum. Samt verð ég að taka það fram að ég er farinn að skilja betur ástæðurnar sem vaka fyrir sleppurum. Veiðimennskan er svo djúprætt í eðli þeirra að þeir geta ekki hætt en vilja samt ekki deyða allt í slóð sinni. Einhver mikilvægasti kostur veiðimanns er að hafa jafnaðargeð og þolinmæði gagnvart háttum annarra veiðimanna, enda er vatnamenningin ekkert einföld frekar en önnur menning. Það er þessi fjölbreytni sem gerir þetta svo skemmtilegt og það sem helst vakti fyrir mér þegar ég skrifaði bókina. Að draga fram fjölbreytileikann og furðurnar. Alla þessa miklu sögu.“ Menning Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Rithöfundurinn Sölvi Björn Sigurðsson hefur sent frá sér mikil verk; Íslensk vatnabók og Stangveiðar á Íslandi. Í bókunum er rakin saga veiðimannasamfélagsins frá öndverðu til okkar daga. Hann nálgast vatnaveiðina úr bókstaflega öllum áttum. Sölvi Björn hefur hlotið mikið lof fyrir skáldverk sín. Skáldsagan Síðustu dagar móður minnar, sem Sölvi sendi frá sér árið 2009, er snilldarverk og til háðungar þeim sem um véla að hún væri ekki tilnefnd til hinna Íslensku bókmenntaverðlauna. Sá sem hér skrifar er ekki einn um þá skoðun. Nú vendir Sölvi Björn sínu kvæði í kross, ef svo má segja, og snýr sér að ritun umfangsmikils og í raun fræðilegs verks. Hvað er að gerast? „Síðasta skáldsagan mín, Gestakomur í Sauðlauksdal, var um sögulegt efni og það hafði vissar afleiðingar fyrir mig. Ég sökk í gamla texta sem sóttu á mig og heimtuðu að ég gæfi þeim meiri gaum. Vissirðu að Elís Jónsdóttir á Vatnsenda í Villingaholti eltist við sjóbirtinga um öll tún þarna fyrir austan sumarið 1709? Hún hafði fengið þetta fallega nafn, Elís, og kannski átti það einhvern þátt í því hvað hún var dugleg að bjarga sér. En fyrst þú spyrð svona sé ég reyndar ekki svo mikinn mun á skáldskap og fræðimennsku ef tilgangurinn er sá sami, að nálgast kjarnann, finna fegurðina í heiminum og starast á við furðurnar. Í Haukadalsvatni bjó forðum daga maður sem hét Silunga-Björn. Hann gat synt svo djúpt að hann fann sólina ofan í myrkviðum vatnsins og þar gáttina að öðrum heimi. Kannski eru svona gáttir á djúpum allra vatna, hvað veit maður? Málið snýst um að kafa, hvert svo sem vatnið er. Mig hafði lengi langað til að skrifa bók um landið og náttúruna, þó ekki væri nema til að vita aðeins meira um það. Ég hafði til dæmis ekki hugmynd um það fyrr en ég fór að skrifa þessa vatnabók að uppi á Bæjarhálsi á Ströndum er útburðartjörn og vættir sem leggjast á hæla manns og hrekja mann burt með öskrum. Ég hef aldrei heyrt önnur eins hljóð. Mér skilst að það hafi verið stórlán hvernig vindáttirnar lágu þegar ég var þarna á ferð með vini mínum, sem er líka rithöfundur. Annars hefðum við lagst í brekkuna og lamast. Um það finnast ótal dæmi frá fyrri tíð.“Skynsemin þýddist hann ekkiNú er kannski algengara, án þess að ég hafi nokkrar tölfræðilegar upplýsingar að byggja á með það, að rithöfundar beini sjónum að fræðilegri skrifum þegar liðið er á ferilinn. Þú ert ungur höfundur og fetar þessa slóð; hvernig má það vera? Ertu svona gömul sál eða hvað er í gangi? „Það er rétt að þetta er í aðra röndina fræðilegt verk en líka ferðasaga og ævintýrabók með alls kyns útúrdúrum sem má almennt ekki hafa í fræðibókum.ég fór á fjörur við skynseminahún þýddist mig ekkiég missti mig alveg í oasisyfir dragt sem var á kvenmann Þetta er úr ljóðinu Á fjallabaki, af síðu 599. Annars held ég að það sé frekar ný hugmynd að höfundar séu svo ungir þegar þeir eru 35 ára. Diderot var á þessum aldri þegar hann skrifaði Alfræðibókina. Þú heldur auðvitað að ég sé með megalómaníu, en ég er bara að reyna að setja þetta í eitthvert samhengi. Höfundum er held ég almennt hollt að takast á við nýjar áskoranir og mér var ætluð þessi á þessum tímapunkti. Hún herti mig að því leyti að ég hef aldrei unnið jafn mikið og sleitulaust að settu marki. Ég sé ekki fyrir mér að næsta bók verði tekin neitt léttari tökum, nema síður sé, þótt hún sé skáldverk.“Ræktar ekki með sér komplexinnSölvi Björn hefur, með öðrum orðum, ekki miklar áhyggjur af því að þetta verkefni komi niður á ímynd hans sem skáldsagnahöfundar? Metnaðarfullum höfundum á því sviði er mjög í mun að herða upp á öllum slíkum skrúfum. „Nei, er það? Ekkert frekar, held ég, en að Brad Pitt hafi haft áhyggjur af því að enda í teiknimynd þegar hann talaði inn á Metro-Man. Ég hef gefið út ljóðabækur, ritgerðarsöfn og tímarit samhliða skáldsögunum og lifað það af. Í fyrra gaf ég út fyrstu ljóðabókina mína í sjö ár. Hún heitir Sláturtíðin og mér fannst það bara töluvert frelsandi. Hvað skáldsöguferilinn varðar er hann samt númer eitt. Og ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá er ég bara akkúrat núna að skrifa mína langstærstu skáldsögu, svo ég á frekar erfitt með að rækta með mér komplexinn. Þú biður um skrúfjárn, ég skal rétta þér höggbor.“ Svo Sölvi er ekki að að hugsa um að leggja skáldskapinn á hilluna? „Nei.“ Hugmyndin kviknaði fyrir um tíu árum og þá fór Sölvi Björn að safna sögum í verkið mikla. „Þetta neitaði einhvern veginn að leggjast í dvala. Mér finnst gaman að vera í óbyggðum og þetta verkefni gaf færi á að rækta þessa ferðaþrá. Ég hef því verið að þvælast um landið síðustu sumur og skrifa ýmislegt hjá mér. Svo komu þeir til mín, Þórður Flóventsson, Árni landfógeti og þessir meistarar allir sem breyttu verkefninu og hvernig það horfði við mér. Fyrst Þórður gat riðið um óraflýst landið þvert og endilangt með hrognadall á níræðisaldri þá hlaut ég að geta tekið aðeins lengri vaktir á bókasafninu og grúskað aðeins meira en ætlunin var. Ætli það megi ekki segja að þetta verkefni hafi verið viðvarandi meðfram einu og öðru síðustu fjögur til fimm árin, þótt mesti kúfurinn hafi verið núna og í fyrra.“Lágmarkskrafa að leggja allt sitt í verkiðÍ fljótu bragði virðist sem Sölvi ætli sér að ná utan um allan pakkann; byrjar í Íslendingasögum, lítur um öxl til Biblíunnar og svo er haldið áfram og slóðin fetuð til vorra tíma. Útgefandi Sölva, Tómas Hermannsson, segir mér að þetta nálgist geggjun; svo mikill metnaður er lagður í verkið. Það hljóta að hafa komið þær stundir að Sölvi hafi litið upp og talið sig hafa færst of mikið í fang? Eða er hann svona „geggjaður“? „Að vissu leyti er það auðvitað einhvers konar bilun að leggjast í svona verkefni. Ég eiginlega bara…get ekki lýst því. En sko, hvers vegna að gera eitthvað verr en hægt er að gera það? Það er stundum hægt að skilja hvers vegna fólk gerir hlutina ekki betur en raun ber vitni – það fellur á tíma eða hreinlega getur ekki betur. En að leggja meðvitað minni metnað í verk en í manni býr gagnvart því sem maður hefur valið sér, það er mér óskiljanlegt. Ég get ekki ímyndað mér hvers vegna nokkur höfundur ætti að skrifa verri eða metnaðarlausari bók en hann getur skrifað. Að höfundur leggi allt sitt til verksins er lágmarkskrafa sem hægt er að gera til rithöfundar. Hámarkskrafan er svo að hann sýni fram á einhvers konar snilligáfu, en það veltur á öðru og er kannski það sem skilur að lokum frábæra höfunda frá hinum duglegu. Ég veit ekki hvort þetta er geggjun en ég gerði allavega það sem ég gat á þeim tíma sem ég hafði.“Veiðisagan hin tæra sagnalistÍ bókunum nálgast Sölvi Björn vatnaveiði sögulega. Þarna er að finna uppskriftir og allt þar á milli, að ógleymdum veiðisögum. Slíkar bækur hafa komið fram að nokkrum krafti að undanförnu og má þar til að mynda nefna bækur Bubba Morthens. Eru veiðisögur að einhverju leyti öðruvísi en aðrar sögur? Og hvað veldur þessari miklu þörf á að segja veiðisögur? „Mætti ekki segja að í veiðisögunni birtist sagnalistin í sinni tærustu mynd? Þetta hljómar kannski eins og eitthvað sem maður segir bara en ég held að það sé svolítið til í þessu. Veiðisagan hverfist um spennandi atburð og æsilegar lyktir, sem geta þó verið á hvaða veg sem er. Í henni eru oftar en ekki einhvers konar hvörf, dýrslegur ofmetnaður og sturlun. Í nánd við stóra fiska missa veiðimenn oftar en ekki vitið og atburðurinn situr lengi í þeim, þessi geðshræring er svo sterk.“Vatnamenningin er ekki einföldSölvi Björn hefur fengist við veiðimennsku frá fimm ára aldri, þegar faðir hans tók strákinn með í slíka ferð. Vatnaveiði er með ýmsu móti. Hvers konar veiði leggur Sölvi helst stund á? „Það eru þessar ferðir upp í Veiðivötn fyrst og fremst. Að vera uppi á afskekktum heiðum, það finnst mér skemmtilegast. Að lesa grös og nema land. Í Lýsingu Íslands eftir Þorvald Thoroddsen er rosaleg lýsing á affalli Langasjávar, hann kallar það Rótagil, þar sem bergvatnið fellur í stríðum straumi út í Skaftá í djúpum gljúfrum. Þessi sýn situr svo sterkt í mér, að standa þarna ofan í gilinu og skoða fiska, með jöklana til norðurs og sandana til suðurs. Ég hef ekki komið þangað enn, enda ekki hlaupið að því, en byðist mér að skipta út hálfum degi í Norðurá og vera færður að Rótagili í staðinn, þá myndi ég ekki hugsa mig tvisvar um. Það er þetta ævintýri sem höfðar sterkast til mín, þessi nánd við landið og kraft þess.“ Sölvi Björn leggur talsvert upp úr því í bókinni að veiðimennskan sé eitthvað sem liggur djúpt í eðli okkar og er um leið partur af því hreinlega að komast af. En hvað finnst honum þá um að veiða og sleppa? Er það ekki einhvers konar úrkynjun? „Að veiða meinarðu? Eða sleppa?“ Sleppa. „Laxaspillir er allavega á því að þetta sé ekki eðlilegt, svo mikið er víst. Ég er hérna að tala um föður minn. Sá dagur mun seint renna upp að hann sleppir fiski. Eggert og Bjarni segja líka að þegar menn voru að dorga með maðki og hrossakjöti í Elliðaánum fyrir svona tvö hundruð og fimmtíu árum sirka, þá hafi mesta furðan falist í því að „þessi fiskur var nær aldrei dreginn upp úr vatninu“. Þetta óeðli, ef menn vilja kalla það svo, er því ansi gamalt. Ég hef ekki tamið mér þetta að jafnaði, að dorga og sleppa, enda fer ég sjaldnar að veiða núorðið en ég myndi óska. Mér þætti eitthvað hálfbogið við að keyra fimm hundruð kílómetra upp á hálendi og aftur til baka til að veiða nokkra fiska og sleppa þeim. Þessi fiskur er borðaður á heimilinu og þykir lostæti, ég læt reykja mest af honum. Samt verð ég að taka það fram að ég er farinn að skilja betur ástæðurnar sem vaka fyrir sleppurum. Veiðimennskan er svo djúprætt í eðli þeirra að þeir geta ekki hætt en vilja samt ekki deyða allt í slóð sinni. Einhver mikilvægasti kostur veiðimanns er að hafa jafnaðargeð og þolinmæði gagnvart háttum annarra veiðimanna, enda er vatnamenningin ekkert einföld frekar en önnur menning. Það er þessi fjölbreytni sem gerir þetta svo skemmtilegt og það sem helst vakti fyrir mér þegar ég skrifaði bókina. Að draga fram fjölbreytileikann og furðurnar. Alla þessa miklu sögu.“
Menning Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira