Körfubolti

Takmörkuð enskukunnátta þjálfarans veldur oft ákveðnum misskilningi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Helena Sverrisdóttir er fremsta körfuboltakona landsins og hefur verið það í mörg ár.
Helena Sverrisdóttir er fremsta körfuboltakona landsins og hefur verið það í mörg ár. Fréttablaðið/Daníel
Helena Sverrisdóttir er á sínu fyrsta tímabili með ungverska liðinu DVTK Miskolc. Fyrstu skrefin með liðinu ætla þó ekki að vera nógu þægileg.

„Ég er búin að vera með smá tognun í kálfanum núna í nokkrar vikur. Um leið og ég hvíli smá lagast þetta, en þetta virðist ekki vera orðið 100 prósent því ég tognaði í gær,“ sagði Helena Sverrisdóttir, leikmaður DVTK Miskolc, sem meiddist í leik liðsins á miðvikudagskvöldið. Miskolc-liðið vann sannfærandi útisigur, 93-56, á ungverska liðinu Cegledi EKK í Mið-Evrópu deildinni.

„Ég var að koma frá læknum og það er ekkert slitið heldur tognun í vöðvanum. Þannig ég verð bara að taka því rólega næstu daga og vinna með sjúkraþjálfara og vonandi tekur það ekki of langan tíma. Ég hvíli allavega yfir helgina og missi af leik á laugardaginn en vonandi verður það eini leikurinn sem ég missi af,“ segir Helena.

Helena skoraði 11 stig á fyrstu fimm mínútum leiksins en kom ekkert meira við sögu í leiknum.

Tímabilið hefur farið vel af stað hjá Helenu og félögum.

„Við höfum unnið báða leikina okkar í MEL-deildinni þannig að það er flott. Það er enn þá mánuður í Eurocup-deildina, en þangað til eru um tveir leikir í viku í deildinni hjá okkur. Við vorum svolítið upp og niður á undirbúningstímabilinu en erum að spila betur með hverjum leiknum þannig að það er jákvætt.“

Helena býr í Miskolc í Ungverjalandi en þar búa um 170.000 manns.

„Mér líður bara nokkuð vel, þetta er lítil iðnaðarborg þar sem nánast allt er í göngufæri. Liðsfélagarnir eru hressir og fólkið í kringum klúbbinn mjög hjálpsamt. Þjálfarinn talar mjög takmarkaða ensku sem veldur oft ákveðnum misskilningi.“


Tengdar fréttir

Helena með ellefu stig á fimm mínútum í stórsigri

Helena Sverrisdóttir og félagar hennar í ungverska liðinu DVTK Miskolc byrja vel í Mið-Evrópu deildinni í körfubolta en Miskolc-liðið vann sannfærandi 37 stiga útisigur á ungverska liðinu Cegledi EKK í kvöld, 93-56.

Alvarlegt slys hjá mótherjum Helenu | Tveir látnir

Ungverskir fjölmiðlar greina frá því að rúta með liðsmönnum kvennaliðs Gyor í körfubolta hafi hafnað utan vegar í dag. Tveir eru látnir og þurfti að taka fótinn af einum leikmanna liðsins við hné.

Ekkert að Helenu

Helena Sverrisdóttir er mætt til æfinga með nýja liði sínu Miskolc í Ungverjalandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×