Körfubolti

NBA: Auðvelt hjá Portland og Chicago

Mynd/Gettyimages
Portland Trailblazers átti ekki í erfiðleikum með Dallas Mavericks í nótt. Leikmenn Trailblazers náðu mest 38 stiga forskoti í þriðja leikhluta og hvíldu lykilleikmenn liðsins í upphafi fjórða leikhluta.

Dallas náði að saxa forskotið niður í fjórtán stig í fjórða leikhluta en við það komu stjörnur Portland aftur inná völlinn og kláruðu leikinn. Með sigrinum komst Portland aftur í efsta sæti Vesturdeildarinnar í NBA.

Chicago Bulls gekk frá Philadelphia 76ers snemma í leik liðanna í nótt en leiknum lauk með 25 stiga sigri Bulls. Eftir þrjá leikhluta var munurinn kominn upp í 27 stig og var sigurinn ekki í hættu eftir það. Joakim Noah var atkvæðamestur í liði Bulls með 21 stig ásamt því að taka 16 fráköst.

LeBron James og félagar í Miami Heat þurftu á framlengingu að halda til að leggja Charlotte Bobcats að velli í Charlotte. LeBron fékk skot á seinustu sekúndum venjulegs leiktíma en klikkaði og þurfti því að framlengja. Í framlenginguni var útkoman aldrei spurning, meistararnir í Miami Heat leiddu alla framlenginguna og unnu að lokum góðan sigur.

Indiana Pacers virðist vera nánast óstöðvandi á heimavelli þetta árið, í nótt unnu Pacers gegn Los Angeles Clippers á heimavelli þrátt fyrir að hafa misst David West úr húsi í hálfleik. Indiana hefur sigrað 21 af 22 leikjum sínum á heimavelli í vetur.

Úrslit:

Indiana Pacers 106-92 Los Angeles Clippers

Washington Wizards 98-104 Detroit Pistons

Charlotte Bobcats 96-104 Miami Heat

Chicago Bulls 103-78 Philadelphia 76ers

Houston Rockets 114-104 Milwaukee Bucks

Minnesota Timberwolves 98-72 Utah Jazz

New Orleans Pelicans 87-97 Golden State Warriors

Dallas Mavericks 111-127 Portland Trailblazers

Mynd/Gettyimages
Mynd/Gettyimages



Fleiri fréttir

Sjá meira


×