Körfubolti

Jakob og Hlynur flottir í útisigri Drekanna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jakob Örn Sigurðarson.
Jakob Örn Sigurðarson. Mynd/Valli
Sundsvall Dragons endaði þriggja leikja taphrinu á útivelli með því að sækja tvö stig í Solnahallen í kvöld eftir þrettán stiga sigur á  Solna Vikings, 77-64, í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta.

Drekarnir frá Sundsvall er í 5. sæti deildarinnar en náðu með þessum sigri fjögurra stiga forskoti á lið Solna Vikings sem er í 6. sætinu.

Jakob Örn Sigurðarson var stigahæstur hjá Sundsvall Dragons með 21 stig og 8 fráköst og Hlynur Bæringsson náði enn einni tvennunni þegar hann skoraði 11 stig og tók 13 fráköst. Báðir voru þeir með þrjá þrista, Hlynur úr aðeins fimm skotum en Jakob úr átta skotum.

Jakob var að brjóta tuttugu stiga múrinn í níunda sinn á leiktíðinni og Hlynur var að ná sinni tíundu tvennu.

Sundsvall Dragons gekk nánast frá leiknum í fyrri hálfleik því liðið vann fyrri hálfleikinn með sautján stigum, 44-27. Solna Vikings lagaði aðeins stöðuna í seinni hálfleik en sigurinn var aldrei í hættu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×