Handbolti

Ótrúlegur sigur hjá Guðmundi og félögum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðmundur Guðmundsson heldur aftur af Bjarte Myrhol í leiknum í kvöld.
Guðmundur Guðmundsson heldur aftur af Bjarte Myrhol í leiknum í kvöld. Vísir/Getty
Lærisveinar GuðmundarGuðmundssonar í Rhein-Neckar Löwen unnu gríðarlega mikilvægan sigur á Hamburg í stórleik helgarinnar í þýska handboltanum. Lokatölur urðu 32-31, Löwen í vil.

Leikurinn var frábær skemmtun - jafn og spennandi. Hamburg endaði fyrri hálfleikinn betur og leiddi með þremur mörkum, 12-15, þegar liðin gengu til búningsherbergja.

Löwen náði að jafna metin snemma í seinni hálfleik og þegar átta mínútur voru eftir leiddu þeir með fjórum mörkum, 28-24. Hamburg gafst þó ekki upp og þjarmaði að Löwen á lokamínútunum sem voru æsispennandi.

Þegar 14 sekúndur voru eftir tók Guðmundur leikhlé í stöðunni 32-31. Að því loknu spilaði Löwen sig í færi, en skot Uwes Gensheimer missti marks. Markvörðurinn JohannesBitter kastaði boltanum fram þegar þrjár sekúndur voru eftir, Matthias Flohr greip boltann og kastaði honum í netið. Það leit allt út fyrir að Hamburg hefði tryggt sér stig, en eftir nokkra reikistefnu var markið dæmt ógiltvegna þess að leiktíminn hafði runnið út.

Gensheimer var markahæstur í liði Ljónanna með átta mörk. Alexander Petersson átti einnig frábæran leik og skoraði sex mörk. Stefán Rafn Sigurmannsson komst ekki á blað.

Spænski landsliðsmaðurinn Joan Canellas skoraði sjö mörk fyrir Hamburg.

Risasigur Kiel á Lemgo fyrr í dag gerir það að verkum að Alfreð Gíslason og hans menn nú sitja í toppsæti deildarinnar með betri markatölu en Löwen.

Leikirnir sem Kiel og Rhein-Neckar Löwen eiga eftir:

Kiel - Flensburg, 11. maí

Lübbecke - Kiel, 18. maí

Kiel - Füsche Berlin 24. maí



Eisenach - Rhein-Neckar Löwen, 10. maí

Rhein-Neckar Löwen - Melsungen, 14. maí

Gummersbach - Rhein-Neckar Löwen, 24. maí


Tengdar fréttir

Berlínarrefirnir unnu

Lærisveinar Dags Sigurðssonar í Füsche Berlin unnu tveggja marka sigur, 25-23, á TuS N-Lübbecke á heimavelli sínum í þýska úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

Risasigur hjá Kiel

Kiel valtaði yfir Lemgo á útivelli í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Lokatölur urðu 46-24, Kiel í vil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×