Fótbolti

Rúrik og félagar komust í Meistaradeildina

Rúrik og félagar í FCK enduðu í öðru sæti dönsku úrvalsdeildarinnar.
Rúrik og félagar í FCK enduðu í öðru sæti dönsku úrvalsdeildarinnar. Vísir/Getty
Lokaumferð dönsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta fór fram í dag.

Rúrik Gíslason lék í 79 mínútur þegar FC Kaupmannahöfn vann OB á heimavelli með þremur mörkum gegn tveimur. Rúrik lék 29 leiki í deildinni og skoraði fjögur mörk. FCK lauk keppni í öðru sæti, sex stigum á eftir meisturum AaB Álaborgar, en bæði liðin fara í forkeppni Meistaradeildar Evrópu.

Ari Freyr Skúlason spilaði allan leikinn fyrir OB, en hann var í byrjunarliðinu í 29 af 33 leikjum liðsins í deildinni á tímabilinu og skoraði tvö mörk í þeim. OB endaði í 8. sæti með 40 stig.

Hallgrímur Jónasson lék allan leikinn fyrir SoenderjyskE sem vann FC Midtjylland 3-1 á heimavelli. Hallgrímur lék 32 leiki fyrir SoenderjyskE á tímabilinu, alla í byrjunarliði og skoraði þrjú mörk.

Eyjólfur Héðinsson var ekki í leikmannahópi Midtjylland, en hann lék tíu leiki í deildinni og skoraði tvö mörk.

Theodór Elmar Bjarnason sat allan tímann á varamannabekknum þegar Randers og Vestsjælland skildu jöfn, 1-1. Theodór lék 29 leiki í deildinni.

Þá gerðu verðandi lærisveinar Ólafs H. Kristjánssonar í Nordsjælland 2-2 jafntefli við Brondby.

Úrslit dagsins:

FCK 3-2 OB

SoenderjyskE 3-1 Midtjylland

Esbjerg 0-0 Viborg

AaB 1-0 AGF

Randers 1-1 Vestsjælland

Nordsjælland 2-2 Brondby

Lokastaðan:

1. Aab - 62 stig

2. FCK - 56 stig

3. Midtjylland - 55 stig

4. Brondby - 52 stig

5. Esbjerg - 48 stig

6. Nordsjælland - 46 stig

7. Randers - 41 stig

8. OB - 40 stig

9. Vestsjælland - 38 stig

10. SoenderjyskE - 38 stig

11. AGF - 32 stig

12. Viborg - 28 stig




Fleiri fréttir

Sjá meira


×