Handbolti

Ágúst valdi þrjá nýliða í hópinn

Karen Knútsdóttir er í hópnum venju samkvæmt.
Karen Knútsdóttir er í hópnum venju samkvæmt. vísir/pjetur
Ágúst Þór Jóhannsson, landsliðsþjálfari kvenna, tilkynnti í dag hvaða 22 manna landsliðshóp fyrir komandi verkefni landsliðsins.

Framundan eru leikir gegn Ítalíu og Makedóníu í forkeppni HM 2015. Ísland mætir Ítalíu ytra þann 27. nóvember en á sunnudeginum spilar liðið við Ítalíu hér heima.

Miðvikudaginn 3. desember spila stelpurnar svo Makedóníu í Laugardalshöll. Seinni leikur liðanna fer fram sunnudaginn 6. desember.

Ágúst velur þrjá nýliða í hópinn að þessu sinni. Það eru Eyjastúlkan Díana Dögg Magnúsdóttir, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir frá Selfossi og Þórey Ásgeirsdóttir, leikmaður Kongsvinger.

Hópurinn:

Markmenn:

Florentina Stanciu, Stjarnan

Guðrún Ósk Maríasdóttir, FH

Melkorka Mist Gunnarsdóttir, Fylkir

Aðrir leikmenn:

Arna Sif Pálsdóttir, SK Aarhus

Ásta Birna Gunnarsdóttir, Fram

Birna Berg Haraldsdóttir, Sävehof

Bryndís Elín Halldórsdóttir, Valur

Brynja Magnúsdóttir, Flint Tönsberg

Díana Dögg Magnúsdóttir, ÍBV

Hildigunnur Einarsdóttir, Tertnes

Hildur Þorgeirsdóttir, Koblenz

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Selfoss

Karen Helga Díönudóttir, Haukar

Karen Knútsdóttir, Nice

Ramune Pekarskyte, Le Havre

Rut Jónsdóttir, Randers

Steinunn Björndóttir, Fram

Steinunn Hansdóttir, Skanderborg

Sunna Jónsdóttir, BK Heid

Unnur Ómarsdóttir, Skrim

Þórey Rósa Stefánsdóttir, Våg Vipers

Þórey Ásgeirsdóttir, Kongsvinger




Fleiri fréttir

Sjá meira


×