Handbolti

Füchse Berlin og Guif áfram þrátt fyrir töp

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Dagur lætur af störfum sem þjálfari Füchse Berlin næsta vor.
Dagur lætur af störfum sem þjálfari Füchse Berlin næsta vor. vísir/afp
Dagur Sigurðsson og Kristján Andrésson komust báðir með lið sín inn í riðlakeppni EHF-bikarsins í handbolta í dag.

Füchse Berlin, sem Dagur stýrir, tapaði reyndar fyrir franska liðinu Nantes á útivelli, en Berlínarrefirnir fóru áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli.

Fyrri leiknum lyktaði með sigri Füchse, 23-18, en lokatölur í seinni leiknum urðu 28-23, Nantes í vil.

Pavel Horak var markahæstur í liði Füchse í dag með sex mörk, en Svíinn Fredrik Petersen kom næstur með fimm.

Atli Ævar Ingólfsson skoraði þrjú mörk af línunni þegar Eskilstuna Guif, sem Kristján þjálfar, tapaði 26-23 fyrir spænska liðinu Bada Huesca. Markvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson leikur einnig með sænska liðinu.

Guif vann fyrri leikinn á heimavelli með átta mörkum, 32-24, og komst því nokkuð örugglega áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×