Refsing fyrir að blóta gæti flýtt fyrir því að Verstappen hætti Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. september 2024 23:31 Max Verstappen er orðinn ansi þreyttur á ýmsu í kringum Formúlu 1. Lars Baron/Getty Images Max Verstappen, þrefaldur heimsmeistari í Formúlu 1, segir að það að honum hafi verið refsað fyrir að blóta á blaðamannafundi gæti flýtt fyrir því að hann hætti í íþróttinni og snúi sér að öðrum akstursíþróttum. Verstappen hefur aldrei farið leynt með það að hann ætli sér ekki að eiga langan feril í Formúlu 1 og eltast við öll þau met sem í boði eru. Það séu aðrir hlutir sem hann vilji einnig afreka í akstursíþróttum. Hollendingurinn fékk refsingu um helgina fyrir að blóta á blaðamannafundi Formúlu 1 fyrir kappaksturinn í Singapúr, þar sem Verstappen kom annar í mark, rúmum tuttugu sekúndum á eftir Lando Norris sem fagnaði sigri. Fyrir blótið var Verstappen gert að sinna samfélagsþjónustu, en hann hefur beðist afsökunar á orðum sínum. Þrátt fyrir afsökunarbeiðnina er ljóst að Hollendingurinn er orðinn þreyttur á ýmsu sem fylgir því að vera ökumaður í Formúlu 1. Hann segir að hann eigi ekki mikla þolinmæði eftir og að refsingar sem þessar geti hjálpað honum að taka ákvarðanir um framtíð sína. „Svona hlutir eiga klárlega þátt í því að ákveða hvað ég geri í framtíðinni,“ sagði Verstappen aðspurður út í refsinguna. „Þegar maður fær ekki að vera maður sjáfur og þegar maður þarf að eiga við alla þessa skrýtnu hluti.“ „Ég er á þeim stað á ferlinum að ég vil ekki þurfa alltaf að vera að eiga við svona hluti. Það er mjög þreytandi. Fyrir mér er þetta engin leið til að halda áfram í íþróttinni, það er klárt.“ Akstursíþróttir Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Fleiri fréttir Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Verstappen hefur aldrei farið leynt með það að hann ætli sér ekki að eiga langan feril í Formúlu 1 og eltast við öll þau met sem í boði eru. Það séu aðrir hlutir sem hann vilji einnig afreka í akstursíþróttum. Hollendingurinn fékk refsingu um helgina fyrir að blóta á blaðamannafundi Formúlu 1 fyrir kappaksturinn í Singapúr, þar sem Verstappen kom annar í mark, rúmum tuttugu sekúndum á eftir Lando Norris sem fagnaði sigri. Fyrir blótið var Verstappen gert að sinna samfélagsþjónustu, en hann hefur beðist afsökunar á orðum sínum. Þrátt fyrir afsökunarbeiðnina er ljóst að Hollendingurinn er orðinn þreyttur á ýmsu sem fylgir því að vera ökumaður í Formúlu 1. Hann segir að hann eigi ekki mikla þolinmæði eftir og að refsingar sem þessar geti hjálpað honum að taka ákvarðanir um framtíð sína. „Svona hlutir eiga klárlega þátt í því að ákveða hvað ég geri í framtíðinni,“ sagði Verstappen aðspurður út í refsinguna. „Þegar maður fær ekki að vera maður sjáfur og þegar maður þarf að eiga við alla þessa skrýtnu hluti.“ „Ég er á þeim stað á ferlinum að ég vil ekki þurfa alltaf að vera að eiga við svona hluti. Það er mjög þreytandi. Fyrir mér er þetta engin leið til að halda áfram í íþróttinni, það er klárt.“
Akstursíþróttir Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Fleiri fréttir Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira