Handbolti

Guif stendur vel að vígi

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Aron Rafn markvörður
Aron Rafn markvörður vísir/vilhelm
Sænska liðið Eskilstuna Guif sem Kristján Andrésson þjálfar stendur vel að vígi eftir átta marka sigur á spænska liðinu Bada Huesca 32-24 í fyrri leik liðanna í þriðju umferð EHF-bikarsins í Svíþjóð í dag.

Aron Rafn Eðvarðsson er markvörður Guif og línumaðurinn Atli Ævar Ingólfsson skoraði tvö mörk fyrir liðið. Viktor Östlund var markahæstur með 10 mörk.

Staðan í hálfleik var 15-15 en Guif lék frábærlega í seinni hálfleik og kom sér í vænlega stöðu fyrir seinni leikinn sem leikinn verður á Spáni um næstu helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×